Kertin eru svo æðisleg með vintage myndum gerð með sérstakri aðferð svo að þegar þau brenna þá verður svona hólkur eftir utan um kertið, þ.e. myndin brennur ekki með og kertið helst fallegt allan brennslutímann! Talandi um brennslutímann þá endast kertin hennar mjög lengi líka :)
Svona litu jólakertin út síðustu jól:
Fallegri jólakerti hef ég aldrei séð!
Þessi kerti hér eru ekki síðri:
Eintóm fegurð!
Nú er Þórdís byrjuð að undirbúa sig fyrir fermingavertíðina og ég hlakka mikið til að sjá nýjustu kertin hennar, en þið? ;-)
xoxo
