miðvikudagur, 8. ágúst 2012

Shabby chic eldhúshilla úr vörubretti (Europallettu) og krítartafla

Gleðilega miðviku allir saman! ;-)

Einhver ykkar munið kannski eftir eldri færslu þar sem ég var að dásama Europallettur eða vörubretti (hvað sem fólk kýs að kalla þetta) og allt sem er mögulegt að nýta þær í









Grófleikinn við þær er svo heillandi og það er hægt að leika sér endalaust með þær











Hreint ótrúleg fegurð sem hægt er að skapa með þessum grófu einföldu pallettum!

Elskulegi eiginmaðurinn minn reddaði mér tveimur pallettum um daginn, einni Euro pallettu og einni no name fíngerðari pallettu. Ég var lengi búin að hugsa mér að gera eldhúshillu úr pallettu og loksins fannst tími til :-)

Við byrjuðum á að drösla þeim inn á gólf og saga aðra þeirra í rétta stærð

Svona fannst mér að stærðin ætti að vera


Síðan sagaði ég spýtur af fíngerðari pallettunni til þess að búa til botna í hillurnar þrjár sem ég hafði hugsað mér að hafa, skrúfaði þær fastar með hjálp eiginmannsins og loks málaði ég hilluna mína með útþynntri mattri innanhúsmálningu því ég vildi að viðurinn og skemmdirnar myndu skína vel í gegn ;-)

Tók síðan bökunarpappír og prentaði (eins og ég hef sýnt ykkur í eldri færslum) á hann franskt 'typography' eins og póststimpil og PARIS og stimplaði beint á mið hilluna


Skrúfaði svo nokkra króka uppí hilluna til að geta hengt á hana eitthvað glingur og svona lítur hún út núna uppá vegg


Svo á ég örugglega eftir að breyta því 100 sinnum hvað ég vil hafa í þessari hillu en þetta er þó byrjunin :-) Shabby chic rustic eldhúshilla!
Hvað finnst ykkur um þetta? Ég er amk hrikalega ánægð með útkomuna!


Fann svo fallegan spegil í The Pier um versló... eða sko ég féll fyrir rammanum utan um spegilinn. Keypti hann og klæddi spegilinn í krítarveggfóður svona chalkboard límmiða sem ég keypti fyrir löngu í Rúmfatalagernum. Festi svo rammann upp fyrir ofan krakkasnagana í forstofunni minni






Á þessa krítartöflu skrifaði ég svo húsreglur (til gamans) en svo má alltaf breyta hvað maður vill að standi þarna ;-)

Þarna má svo sjá stólinn og kommóðuna sem ég gerði upp í eldri færslum en þau eiga bæði heima í forstofunni minni


Mikið sem það var óskaplega gaman að búa til hillu úr europallettunni minni! Ég á pottþétt eftir að búa til eitthvað fleira úr þessum elskum! :-)

Takk fyrir að skoða þetta hjá mér þið elskulega fólk sem kíkið hingað inn! Það er dásamlegt að sjá hvað margir eru að lesa litla áhugabloggið mitt :-)

Bestu kveðjur