föstudagur, 24. maí 2013

Bloggfrí

Elsku lesendakrútt

Ég hef tekið þá ákvörðun að vera í bloggfríi um óákveðinn tíma. Það er svo margt annað sem er að halda frúnni upptekinni þessi misserin svo hún er ekki að ná að sinna blogginu fína eins vel og hún myndi vilja.

pís át! ... í bili allavega ;-)

þriðjudagur, 29. janúar 2013

Mini-tutorial á þriðjudegi

Góðan dag kæru lesendur! ;-)

Ég veit að jólin eru löngu búin og flestum finnst líklega tímabært að hætta að hugsa um þau í bili... en mig langar að sýna ykkur smá jólakúlu makeover sem mér datt í hug einn morguninn.
Þannig er nú mál með vexti að ég á nokkrar jólakúlur sem mér finnst ekkert sérstakar, þær eru bara plain rauðar og voru keyptar einhverntíman þegar ég var að byrja að búa. Ég var að hugsa um að henda þeim eða gefa þær en þá datt mér í hug að klæða þær í ný föt og gefa þeim nýtt líf í leiðinni.

Ég fann fallegar vintage myndir til að prenta út á Pinterest síðunni og prentaði þær á venjulegan pappír:

Ég prentaði bæði bakgrunnsmynd og svo sæta hreindýramynd til að setja yfir.

Ég notaði límlakk sem heitir Europris Decoupage lim, það virkar alveg eins og Modpodge sem fæst í helstu föndurverslunum:


Þá byrjaði ég á að klippa bakgrunnspappírinn í búta og ræmur og málaði einn í einu með límlakkinu og límdi á kúluna þangað til öll kúlan var klædd í bakgrunnspappírinn. Svo klippti ég út hreindýramyndina og límdi hana eins á með límlakkinu:


og svo til að festa þetta alveg þá þarf að mála yfir pappírinn líka:

Ég notaði pensil til þess að halda á kúlunni.

Óþolinmóða ég þurrkaði svo kúluna með hárblásara og batt svo blúndu utan um festinguna á kúlunni og VOILÀ kúlan er tilbúin:




Er hún ekki falleg? :-) Nú er bara að skella sér í að klæða hinar 11 sem ég á eftir að klæða :-) Þá er ég búin að græða nýtt sett af fallegum vintage looking jólakúlum!

Ég skora á ykkur að prufa þetta ef þið eigið einhverjar óspennandi jólakúlur. Eitt smá hint: Það er örugglega flott að setja glimmer útí límlakkið til að fá smá glimmeráferð á jólakúluna, ég ætla að prufa það næst!

Þangað til næst...
xoxo
Helga Lind


sunnudagur, 20. janúar 2013

Sunnudagsbloggrúnturinn meðan sá minnsti sefur

Stundum þarf ekkert rosalega mikið til þess að breyta algjörlega um útlit á herbergi. Stundum er nóg að hreinlega endurraða hlutunum og aldrei skal vanmeta hvað smá málningarsletta getur gert!
Hún Silje tók sig til og snarbreytti svefnherberginu sínu og þarna er það málningin sem breytir hvað mestu:

Svona leit herbergið hennar út (ok hún var ekki búin að búa um rúmið sitt þarna ;):

Don't get me wrong ég fíla sko hvítt... en þarna mættu alveg vera smá litbrigði finnst ykkur ekki?

Hún valdi rosalega fallegan grábrúnan lit á veggina...og sjáiði muninn!!

Ok ég viðurkenni að lýsingin, himnasængin og myndirnar á veggjunum eru alveg að gera sitt líka... en vá hvað málning getur breytt öllu samt!

Hér koma fleiri myndir af þessu yndislega fallega svefnherbergi hennar Silje:









Bjútírómókósí! Bloggið hennar Silje HÉR

Hún Hulda húsfrú var líka að mála hjá sér. Hún valdi að mála einn vegg í mjög svo shabby chic stofunni sinni:



Fallegur og mjög svo shabby chic fölblár litur, mér finnst þetta koma dásamlega vel út hjá henni og passa vel í stofuna hennar.
Úhh!! Mig langar í ruggustólinn þarna í bakgrunninum á neðstu myndinni til vinstri ;-) Kannski verður maður heppinn einn daginn að eignast gamlan ruggustól til að gera upp!
Bloggið hennar Huldu HÉR

Ohh smá notalegt kósýkúru sófa/stóla/bekkja inspiration í lokin því sá minnsti er að vakna...









Myndir fengnar HÉR

Þessi efsti er sko alveg að mínu skapi! Þvílíkt bjútí *dæs*

Jæja, þessi hérna mannalegi 3 mánaða stubbur er vaknaður og vill fá athygli mömmu sinnar

Ekki lengri bloggrúntur í boði í bili...
XO
Helga Lind









fimmtudagur, 3. janúar 2013

Tíminn flýgur... Gleðilegt ár!!!

Það sem tíminn flýgur frá manni þegar maður hefur nóg fyrir stafni! Ég hef varla litið á elsku bloggið mitt síðan í ágúst síðastliðnum...
Ég þykist þó hafa verulega góða afsökun fyrir því :-)
Það er nefnilega þessi hérna sem hefur átt huga minn allan síðan hann fæddist þann 16. október síðastliðinn:


Jább ég bara ætla að drekkja ykkur með myndum af nýjasta gullmolanum mínum:










Við fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum með þann yngsta, eldri systkinin sjá ekki sólina fyrir litla bróður :-)






Þá vitið þið afhverju það hefur verið hljótt hér síðan í ágúst! Ég er búin að fá þó nokkur komment um hvort ég ætli ekkert að fara að láta heyra í mér hérna og auðvitað ætla ég að fara að bæta úr því eftir bestu getu! ;-)

En svo ég sýni ykkur nú eitthvað annað en baby myndir þá ætla ég að láta fylgja nokkrar aðventumyndir og eitt mini tutorial til að búa til snjókorn til að hengja upp:

Mig langaði svo í sæt glimmersnjókorn til að hengja upp í strimlagardínuna sem ég er með í stofunni og þá fékk ég ágætishugmynd:

Ég byrjaði á að prenta út snjókornamunstur sem ég fann á google, náði í bökunarpappír og festi hann ofan á blaðið með snjókornamyndunum:


Síðan tók ég hitalímbyssuna mína og dró hitalím nákvæmlega eftir munstrinu (maður þarf svolítið að vanda sig svo það séu ekki límtaumar allstaðar á milli):


Svo þegar snjókornin voru þornuð þá setti ég glimmer á þau OFCOURSE! :-)


Svo stakk ég nál í gegnum eina greinina á þeim og festi spotta til þess að hengja þau upp og svona líta þau út á gardínunni minni:

Nokkuð sæt bara er það ekki? Mér fannst þau koma voða vel út svo ég hengdi þau upp með reglulegu millibili yfir alla gardínuna :-)

Nokkrar random aðventu og jólamyndir...

Svona var aðventukransinn í ár:




Ég er ein af þeim sem ELSKA franska glugga og þar sem engir franskir gluggar eru á húsinu ákvað ég að búa til einn svona fyrir jólin með einangrunarlímbandi :-) Þessa hugmynd fékk ég hjá Frönsku liljunni, þið finnið hana á Facebook.


Svo var litlum gamaldags hjörtum plantað í hvert hólf:


Fleiri random aðventu og jólamyndir...















...og í lokin, þið munið kannski eftir Simple Shapes æðislegu vefversluninni sem selur dásamlega vegglímmiða?

Þennan hérna fékk ég hjá þeim:

Yndislega fallegt tré sem maður getur fest hillur á ef maður vill. Ég keypti kryddhillur í Ikea og festi þær á greinarnar. Hillutré handa litla manninum mínum þar sem hann geymir gullin sín :-)



Bless í bili elskurnar, mikið er gaman að vera komin aftur! Ég reyni að bæta mig og blogga oftar um brasið í mér!

Nýársknús :-*