sunnudagur, 28. ágúst 2011

Sneak peek! ;)

Halló fallega fólk!
Nú er ég loksins komin á fullt í að gera upp skattholið eftir mikla bið eftir ákveðnum hlutum ;)
Svona er var skattholið mitt góða:

Nærmynd af skúffu:
Gordjöss höldur, I know...en þær voru allar ónýtar svo þær fengu að fjúka....í scrapbooking dótakassann minn ;)

Svo að lokum....smá sneak peek af verðandi nýja útlitinu:
Sætt handfang og verður ennþá sætara þegar það er komið á skúffuna!


Þetta var nú allt og sumt í bili :D

ciao,


mánudagur, 15. ágúst 2011

Shabby Chic: **Duck Egg Blue**

Hæ hæ bloggunnendur nær og fjær :)
Shabby chic er afskaplega vinsæll (og fallegur að mínu mati) interior stíll. Þetta er eiginlega bland af þessum franska rómantíska sveita stíl og svo sænska og norska sveitastílnum og bendi ég á norsku og sænsku bloggin sem eru í tenglunum hér til hægri sem dæmi. Hvítur er mjög ráðandi litur í þessum stíl, allt skal helst líta út fyrir að vera svolítið slitið og vintage hlutir og antík húsgögn eru allsráðandi (Eða a.m.k. breyta nútímahúsgögnum í slitin vintage looking húsgögn). Pastel litir eru mikið notaðir með öllu þessu hvíta og þá sérstaklega fölblár, fölbleikur og fölgrænn. Helst ekki hreinir pastel litir heldur svona smá "skítugir" ef þið skiljið hvað ég meina ;) Svona eins og kalklitir. Grár og grábeige (eins og hör) eru líka mikið notaðir í öllum tónum.
Inn í þennan Shabby Chic stíl hafa svo fléttast svona DIY (do it yourself) verkefni eins og t.d. pallettu hugmyndirnar í síðustu færslu. Semsagt þetta hráa og grófa í sambland við þetta fallega og rómantíska. Svo eru líka margir sem blanda hreina Modern stílnum við Shabby chic stílinn og það getur komið afskaplega flott út!
En talandi um þessa flottu Shabby chic liti þá er einn litur sem er mjög vinsæll og mér finnst hann rosalega flottur. Hann sýnist ýmist vera ljósgráblár, ljósgrænblár eða babyblár. Ég er að tala um þennan hérna lit:
...sem dregur nafn sitt og litinn af þessum hérna:
Þessi móskulegi blái litur öskrar alveg shabby chic! ;)
hér eru nokkur dæmi:
Þessi er málaður með kalkmálningu:
Ég er allavega alveg head over heels (fyrirgefið allar enskusletturnar) yfir þessum lit en ég hef bara fundið tvær netverslanir sem selja þennan lit:
Laura Ashley
Veit einhver hvort Laura Ashley hér á landi selur málningu?
og svo þessi hérna
Ef einhver ykkar veit hvar ég get nálgast þennan ofurfallega lit endilega skiljið eftir komment hér eða á Feisinu ;)

knús og kreist,

mánudagur, 1. ágúst 2011

Pallettur, pallettur og aftur pallettur! (vörubretti)

Halló elskurnar og gleðilegan frídag verslunarmanna!

Undanfarnar vikur mánuði hef ég verið með einskonar þráhyggju yfir því að finna eitthvað drasl sem ég gæti hugsanlega breytt frá shabby yfir í chic, frá trash to treasure osfrv. You get the idea ;)
Nýjasta ástin mín í þessu samhengi eru pallettur(vörubretti) og hrifnust er ég að Euro-pallettunum.
Eiginmaðurinn var kannski orðinn þreyttur á að heyra mig stöðugt blaðra um að mig langaði svo að redda mér svona pallettum til að smíða úr því hann keyrði með mig einn daginn í ákveðið fyrirtæki sem notar svona Euro pallettur og þessir elskulegu menn leyfðu mér að velja mest shabby palletturnar sem ég fann!! :) (ekkert varið í þessar nýju lítið notuðu) Eiginmaðurinn tróð þeim síðan í vinnubílinn og keyrði þeim heim. Það sem mig hlakkar mikið til að gera eitthvað ótrúlega töff við þær, bíðið þið bara ;)
Læt fylgja hér nokkrar ...margar lánsmyndir héðan og þaðan fengnar af google, for inspiration:

*dæs* þetta eru svo ótrúlega flottar hugmyndir!!! ...verð að redda mér fleiri pallettum!
xoxo