mánudagur, 10. október 2011

Ó svo fínar diskahillur!!

Diskahilla er eitthvað sem mig hefur langað í lengi, svona gamaldags og helst svolítið franska og sveitalega :-)
Það skemmtilega við diskahillur er að þær eru ekki endilega til þess að geyma diska heldur eru þær frábærar sem bókahillur, dótahillur og bara hvað sem er!
Spurning um að ég smíði mér einhverja útgáfu af svona diskahillu úr Euro-pallettu? og máli hana kannski hvíta eða andareggjabláa?

Jæja, mig langar nú bara að láta myndirnar tala ;-)
































bjútífúl!!!!

xo

5 ummæli:

  1. Vá flott samantekt og fullt af hugmyndum :)

    SvaraEyða
  2. ég er með eina diska hillu inni í barnaherbergi fyrir bækur, mjög krúttilegt. Keypti hana í Frúnni í Hamborg :-) Helga

    SvaraEyða
  3. Guðveig Einarsdóttir10. október 2011 kl. 21:17

    Er búin að leita lengi en ekki fundið, er ekki tilvalið fyrir atvinnulausan smið að fara í diskahillusmíði og auglýsa bissness á facebook :)

    SvaraEyða
  4. mikið agalega er þetta allt fallegt , borðið á þriðju myndinn (minnir mig ) er eins og borðið sem að mig langar svo mikið í :)

    SvaraEyða
  5. oh mig langar svo í svona diskahillu í eldhúsið, hef meira að segja rekist á svoleiðis í Góða hirðinum, en það er bara enginn veggur í eldhúsinu hjá mér fyrir svona.
    Frábær samantekt.

    kær kveðja
    Stína

    SvaraEyða