sunnudagur, 11. september 2011

Stelpuherbergið *minimakeover*

Ég og dóttir mín ákváðum í sameiningu að "makeovera" herbergið hennar enda var svo sannarlega kominn timi til ;)
Við byrjuðum á því að hressa uppá gamla fataskápinn hennar því ég fann einhverja vegglímmiða frá söstrene Grene sem ég keypti fyrir 2 árum og okkur fannst þeir passa svo skemmtilega á fataskápinn!
Munið að það er hægt að smella á allar myndirnar til að stækka þær og sjá betur ;)
Fataskápurinn fyrir:
Fataskápurinn eftir:

Fyrst þurftum við að tæma herbergið og gera við smá skemmdir í veggjunum hér og þar... ein þeirra varð að RISASTÓRRI skemmd sem við auðvitað tækluðum:

Veggirnir voru bara antíkhvítir og hana langaði svo í meiri liti inní herbergið.
Svona voru veggirnir áður:
(Þarna glittir í scrapbooking síður sem hún er búin að gera, efnileg þó ég segi sjálf frá ;))

Hún valdi fölbleikan lit:
í stíl við Ikea náttborðið sitt (Flugger starfsmaður skannaði litinn á náttborðinu hennar til þess að ná alveg réttum lit):
Fallegt "veggfóðrið" innan á náttborðinu ekki satt? :)

Ikea bókahillurnar voru settar upp aftur og þar sem daman vill ekki alveg strax segja skilið við bangsasafnið (sjá myndina ofar) og smákrúttasafnið sitt, þá var þeim raðað á hillurnar:Síðan hófst ásetning vinyl-veggmyndarinnar sem hún fékk að velja sjálf úr vefversluninni Simple shapes sem ég fjallaði um í eldri færslu:
Fyrst var að koma greininni sómasamlega uppá vegg...og fannst mér það alveg ágætis vinna en þá voru öll blómin og fuglarnir eftir!!

Svona kom þetta út eftir dágóðan tíma og þolinmæði ;)
Þetta heppnaðist svona líka prýðilega!! Setur ævintýralegan svip á herbergið...svo fallegt!!

Látum þetta nægja í bili

xoxo