þriðjudagur, 17. júlí 2012

Eldhúsklukku makeover

Hæ hó kæra fólk!

Þó að færslurnar á þessu bloggi komi með virkilega löööngu millibili þessi misserin þá vona ég að það séu enn einhverjir áhugasamir lesendur þarna úti :-)

Mig langaði að deila með ykkur smá eldhúsklukku "makeoveri". Ég átti heimagerða eldhúsklukku sem ég klæddi skrapppappír og skreytti fyrir löngu....
Svona leit hún út (ekki þessi týpíska eldhúsklukka):


Ég var auðvitað löngu komin með hundleið á henni og langaði rosalega í stílhreina vintage "french inspired" eldhúsklukku.
Þá datt mér í hug að skoða Graphics Fairy síðuna sem er snilldar síða með endalaust mikið af gefins fallegum vintage myndum og texta sem maður getur svo prentað út, "transferað" á efni, tré eða bara hvað sem manni dettur í hug!
Á síðunni eru svo líka myndir af fullt af DIY (do it yourself) verkefnum sem fólk hefur sent inn myndir af þar sem það hefur verið að nota myndir eða grafík frá Graphics Fairy. Snilldar síða með fullt af hugmyndum og fyrst og fremst fallegum vintage myndum og grafík!

Ég fann gamla franska kaffihúsaauglýsingu eða skilti og ákvað að nota þá grafík á klukkuna mína:


Ég byrjaði á því að skafa allt gamla skrautið og pappírinn af klukkunni (og auðvitað fjarlægði klukkuvísana á meðan)


Málaði klukkuna svo hvíta með háglans málningu (því ég átti hana til):


Ég ætlaði fyrst að prenta myndina á bökunarpappír og transfera hana á klukkuna eins og ég hef gert áður með ýmsa hluti hérna á blogginu... en það gekk ekki upp því ég hafði málað með háglans málningu og þar af leiðandi rann bara blekið af :-/
Þá var brugðið á það ráð að prenta bara textann út á venjulegan hvítan pappír og límlakka myndina á klukkuna.


Skellti svo vísunum á til að sjá hvernig þetta kæmi til með að koma út


Nú vantaði bara tölurnar á klukkuna og mig langaði að hafa rómverskar tölur. Gúgglaði bara vintage clocks og fann þessa hérna klukku sem mér fannst vera með alveg passlegum tölum:


Ég prentaði hana bara út og klippti rómversku tölurnar af henni og límlakkaði þær á rétta staði á klukkuna mína :-)... og af því að ég er svo óþolinmóð þá notaði ég hárþurrkuna mína til að flýta fyrir því að klukkan yrði tilbúin


Svona lítur hún út núna:
Svo er bara að finna henni stað á nýmálaða eldhúsveggnum mínum ;-)
Hún kom bara ágætlega út finnst mér! En ykkur?
Bæjó í bili þó