sunnudagur, 29. janúar 2012

Duck egg blue pælingar og hitt og þetta

Hæhæ Aua hér ;)
Við dömurnar erum mikið búnar að dást að retro/vintage lit sem kallast Duck egg blue eða andareggja bláum sem við fjölluðum um í þessari færslu HÉR fyrir einhverju síðan.
Semsagt andareggja blár:
Það er þessi blágrængrái "skítugi" litur sem er svo guðdómlega fallegur! Fölur eða aðeins sterkari litur, allir tónarnir eru æðislega shabby, retro :)
Sjáiði td. þetta æðislega eldhús í duck egg blue:
Ótrúlega flott!

Ég ákvað að gera heiðarlega tilraun til þess að útvega mér svona andareggjabláa málningu. Ég byrjaði á því að spyrjast fyrir um þennan lit í helstu málningaverslunum en enginn kannaðist sérstaklega við þennan lit en þeir reyndu eins og þeir gátu að sýna mér eitthvað í líkingu við litinn en enginn var eins og ég var að meina.
Ég varð víst að reyna að finna andareggjabláan hlut sem ég gæti svo látið skanna inn fyrir mig og blanda sérstaklega. Ég fann könnu í Europris sem er að ég tel tónn af andareggjabláum og lét skanna hana inn og blanda handa mér málningu. Liturinn kom alveg fallega út en hefði mátt vera aðeins móskulegri, meiri grátóna og fölari eða svona "skítugri" ef þið skiljið mig ;)
Ég prufaði að mála gamla tréramma sem ég átti og tréhjörtu til þess að sjá hvernig þessi litur kæmi út:
Fyrir:
Eftir:
Málaði fyrst með brúnu, svo hvítu og loks bláu og pússaði yfir með sandpappír fyrir slitið look:
Þetta er ekki alveg liturinn sem ég var að leita eftir en fallega retro litur samt :) mætti vera móskulegri.
Ég er að hugsa um að stimpla á þessi hjörtu með bökunarpappírsaðferðinni hennar Helgu :)

Þó að liturinn á málningunni hafi ekki verið alveg réttur þá gefumst við ekkert upp í duck egg blue leitinni, þessi litur var góð byrjun en ég læt blanda móskulegri lit næst.

En að allt öðru, hafið þið séð uglu púðana frá Owl factory ?
Þær eru svo sætar þessar uglur, enda er að ganga yfir ugluæði í interior heimum þessi misserin!
Ég fann þessar hérna fallegu serviettur í Tiger um daginn:

Tók lítinn blindramma, Modpodge límlakk og ugluservíettu og Modpodge-aði myndina á rammann:
Flott mynd í barnaherbergið eða bara hvar sem er :)

og talandi um flottar uglur þá smíðaði eldri dóttir mín þessa hérna ofursætu uglu handa yngri systur sinni:
Þvílík krúttugla!

...og talandi um Modpodge límlakkið fræga þá Modpodge-aði ég englamynd á stífan pappír og bjó til svona tag:
Franskrómantískt tag til að setja á gjafir eða bara hengja á eitthvað heima til skrauts.

Modpodge-aðar myndir á glerkrukkur og flöskur:


Litla flaskan sómir sér bara vel á bakkanum inní stofu:
Takið eftir kórónu kertastjakanum :)

Jæja, best að halda áfram að stúdera duck egg blue litinn og finna hárréttu blönduna ;)
Bestu kveðjur, Aua.

miðvikudagur, 18. janúar 2012

Enn meiri tilraunastarfsemi

Halló allir og kærar þakkir fyrir viðbrögðin við síðustu færslu og öll hrósin! Mikið þykir mér vænt um þegar þið kíkkið hingað inn og ekki er verra að fá komment :-) Það er svo skemmtilegt að sjá hvað margir eru í svipuðum hugleiðingum og ég, það hvetur mig áfram í því að halda áfram að blogga og brasa ;-)

Jæja ég gat auðvitað ekki hætt að tilraunast með það að "transfera" með áprentuðum bökunarpappír því það er svo gaman þegar maður er búinn að uppgötva eitthvað nýtt og sniðugt!
Ég keypti stól í Fjölsmiðjunni á Akureyri einhverntíman fyrir jólin á heilar 700 kr!!
Fjölsmiðjan er einskonar vinnuþjálfun fyrir ungt fólk, 16-24 ára, sem stendur á krossgötum. Þarna er oft hægt að gera stórgóð kaup á gömlum húsgögnum sem maður getur svo skellt í makeover! Svo er maður að styrkja unga fólkið í leiðinni sem er bara bónus :-)
Ég semsagt rakst á þennan ágæta stól hjá þeim og tók hann með mér heim fyrir 700kr.

Ég pússaði hann upp og málaði hann hvítan með mattri innanhússmálningu:

Valdi mér svo eitthvað skemmtilegt quote til að prenta á bökunarpappírinn, prentaði það út og skellti því á miðja setuna á stólnum og þrýsti vel á alla stafina svo að þeir myndu nú færast almennilega yfir á stólinn.
Það tókst mjög vel nema mig langaði að hafa stafina aðeins skarpari svo ég fyllti pínu upp í þá með svörtum fíngerðum marker-penna.
Svo langaði mig að stimpla einhverja fallega mynd á miðspítuna á stólbakinu og það tókst alveg prýðilega líka. Síðan spreyaði ég yfir allan stólinn með hálfmöttu lakki til þess að verja hann. Svona lítur svo stóllinn út í dag ;-)





...og svo nærmynd af quote-inu

Þessi stóll á svo að fara í forstofuna mína og mun sóma sér vel þar :-)
Bestu kveðjur í bili,

föstudagur, 13. janúar 2012

Tilraunir eru skemmtilegar! Sumar heppnast en aðrar ekki ;-)

Jæja, ég er búin að vera að tilraunast með kerti, Europris Modpodge (sem heitir decoupage lim), prentarann minn, bökunarpappír og ljósmyndapappír, pappírsdúllur, bakkann minn hvíta... já og vatn! Ég er öll útötuð í bleki á höndunum, aum í puttunum og það er bökunarpappír fastur í prentaranum mínum! (eiginmaðurinn lagar það í fyrramálið).
Fyrsta tilraunin var að reyna að "transfer-a" mynd yfir á kerti með modpodge lakklími. Einhver aðferð sem ég fann á netinu sem var reyndar notuð á trébakka.... en hey ég ákvað að reyna að nota sömu aðferð á kertin mín. Ég semsagt byrjaði á að prenta út mynd sem mig langaði að hafa. Varð að vera svarthvít og ef texti þá þarf að prenta hann öfugan út svo hann komi rétt á hlutinn sem á að transfera á. Málaði svo kertið með Modpodge og skellti myndinni á nýmálað kertið og leyfði því að þorna.
Svo kom höfuðverkurinn! Ég þurfti að bleyta fingurna með vatni og nudda efstu lögin af pappírnum af með hringlaga hreyfingum þar til aðeins þunna fremsta lagið af pappírnum var eftir og sást vel í stafina. Þetta þarf að gera án þess að rífa modpodge-ið af i leiðinni eða rífa stafina í rugl... síðan leyfa þessu að þorna aftur og mála aftur yfir með modpodge og voilá, transferuð mynd á kertið! Nema hvað að kerti eru svo sleip og fitug að modpodge-ið nuddaðist alltaf svolítið með og reif stafina með sér út um allt. Ég reyndi og reyndi að láta þetta ganga en mér bara tókst það ekki nógu vel :-(
Þetta var það skásta sem kom út úr þessari tilraun:
En endaði með að rifna og aflagast og ég gafst upp!

En þá kom önnur fluga í hausinn á mér: Hvernig væri að prufa að prenta á bökunarpappír og stimpla með honum á eitthvað? Því sko sjáiði til, bökunarpappír er pínu vaxhúðaður svo að prentarablekið sogast ekki allt inn í hann heldur sest að mestu leyti ofaná bökunarpappírinn :-) Mér fannst ég orðin svo sjóuð eftir allar þessar tilraunir mínar að ég ákvað að nú skyldi eitthvað heppnast hjá mér!
Elsku hvíti bakkinn minn varð fyrsta fórnarlambið og ég sagði sjálfri mér að ég myndi þá bara mála yfir mistökin ef þetta gengi ekki.
Ég tók þessa hérna mynd:
...og prentaði spegilmynd af henni á bökunarpappír sem ég var búin að sníða eftir A4 blaði. Lagði það strax á bakkann og þrýsti vel á hvern einasta staf svo allt myndi nú stimplast vel. Vitið þið hvað?! Það barasta virkaði svona æðislega vel!!



Mér fannst ég hafa gert svo merka uppgötvun að ég tók nokkrar pappírsblúndur og ákvað að stimpla yfir á þær líka! ;-)


Langar ykkur að prufa? :-)
Ég ætla að gefa ykkur nokkrar svona öfugar myndir með texta sem er hægt að prenta út og stimpla á pappír, málaða slétta fleti, tré og örugglega ýmislegt annað. Munið bara að passa ykkur á því að bökunarpappírinn sé alveg sléttur áður en hann fer inn í prentarann því annars lendið þið í því eins og ég að hann festist í prentaranum :-/





Hvernig líst ykkur svo á þessar tilraunir hjá mér? ...og innilegar þakkir fyrir kommentin ykkar, mér þykir vænt um þau :-)
xoxo

mánudagur, 9. janúar 2012

Þó að ég sé mikið jólabarn...

...þá fannst mér voðalega gott að kveðja jólin og pakka saman skrautinu og ljósunum. Allt hefur sinn tíma og það á við um jólaskrautið og jólaseríurnar líka ;-). En þó maður sé búinn að pakka niður öllum ljósunum og fíneríinu þá er ekki þar með sagt að maður geti ekki haft það kósý og hlýlegt í skammdeginu (og óveðrinu sem fer örugglega að skella á fljótlega). Nú er bakkinn minn góði sem ég notaði undir aðventuskreytinguna kominn í látlausari búning. Ég notaði þrjú af kertunum fjórum sem voru í aðventuskreytingunni, prentaði út englamyndir og límdi á þau. Setti tvær stórar pappírsblúndur á bakkann og raðaði kertunum á ásamt englaboxinu og olíubrennaranum mínum og setti uppáhalds ferska ilminn minn í. Englaboxið fallega er fullt af brjóstsykri í augnablikinu en ég er að hugsa um að geyma eldspýtur í því þegar ég er búin að háma í mig molana (það er ekki langt í það hihi)
Einfalt, kósý og fransk-rómantískt ;-)

Ég ákvað að halda könglunum því þeir eru ekki endilega jólaskraut heldur bara vetrarskraut. Það kemur afskaplega fallega út að raða þeim á silfurbakka með "silfur" stjökum og krúsum.

Rauðhettu-gullfiskurinn Voffi fékk líka blúndu á "húsið" sitt :-)
Mér sýnist hann vera hæst ánægður með blúnduna sína!


Þangað til næst, hafið það kósý ;-)
xoxo

sunnudagur, 8. janúar 2012

Dásamlegar netverslanir (annar hluti)

Hæ hó allir saman!
Nú skulum við halda áfram að skoða sætar netverslanir í franska og skandinavíska sveitastílnum, til í það? ;-)

Den franske landstil er afskaplega flott og fín vefbúð og alls ekki síðri en Vintage Kompagniet sem ég fjallaði um í síðasta pósti.
Allt frá húsgögnum og punti til fatnaðar og fylgihluta.
Myndir segja miklu meira en orð og ég ætla að leyfa mér (eins og oft áður) að demba yfir ykkur nokkrum ehh..mörgum myndum af því sem mér finnst fallegt og flott ;-)

Gorgeous ljósakrónur og ljósker:




Flott að setja t.d. kerti og köngla í þessi búr:




Húsgögn og hillur:

Alltaf verið "sucker" fyrir smáhlutahillum og ekki verra ef þær eru svona shabby:














Púðar, teppi og skilrúm:











Myndarammar, skilti, töflur og snagar:
















Hafið þið séð fallegra sturtuhengi?

Það er bara til endalaust flott og fagurt í þessari búð! ;-)







Fötin eru líka hrikalega sæt!



ég verð að viðurkenna að ég er alveg *in love* ;-)
xoxo