mánudagur, 30. maí 2011

Before and After innblástur ;)

Gleðilegan mánudag elskurnar!
Ég fann hérna nokkrar frábærar fyrir og eftir makeover myndir.

Verulega sjabbí borð keypt á flóamarkaði fyrir smápening:
Eftir smá pússun og málningu:
Heildarkostnaður aðeins 30 dollarar eða 3450 kr. !
Heimild

Klassískt hringlótt borð:
Eftir Make Over:
Afskaplega falleg nýting!
Heimild

Óspennandi mublur gerðar rómantískar og ævintýralega fallegar:
Þvílík breyting!
Heimild

Svo síðast en ekki síst...þetta hráa rými:
Verður að þessu hérna:
Alltof dásamlegt!
Heimild

Ciao, Helga Lind.

sunnudagur, 29. maí 2011

Mig langar að kynna til leiks...

...hana systur mína. Sú heitir Erna og er mikil handavinnukona og er öll í þessum hlýlega og krúttlega country stíl. Heimilið hennar er meiriháttar kósý og mig langar að sýna ykkur smá sýnishorn frá henni.
Hún er duglegur 'Quiltari' (bútasaumur) og þið eigið pottþétt eftir að sjá nokkur quilting verk eftir hana.
Hér er smá sýnishorn af bútasaum og krútthjörtum sem hún hefur saumað:

Þessi hilla í eldhúsinu hjá henni er æðisleg:
Hún saumaði sætu gæsina þarna uppá ;) Gordjöss kökubox svo ég tali nú ekki um bollasafnið! Æðislegir bollar og undirskálar. Hillurnar málaði hún hvítar og festi þá minni undir þá stærri svo út kom svona stærri hillustæða.

Nærmyndir af undirskálunum og bollunum:
...bjútífúl ;)



Það verður gaman að sjá meira frá henni Ernu ;)
kveðja, Helga.

Sitthvað sem mig langar að deila með ykkur :)

Hæ hæ
Mig langaði svolítið að deila með ykkur nokkrum smáverkefnum og kortum sem ég hef verið að gera undanfarið.
Stelpurnar mínar eiga svona "skóla" töflu til að teikna á en þeim fannst hún vera orðin heldur sjúskuð og báðu mig um að hressa hana aðeins við ;)
svona var hún orðin:

og svona lítur hún út núna:

alveg eins og ný :)

Svo átti ég tvö litla tréramma sem ákvað að mála hvíta og stimplaði svo á þá með svona "script" stimpli pússaði svo aðeins til að fá fram slitið 'look'. Fann svo tvö tréhjörtu í föndurkassanum og málaði þau líka, pússaði og límdi svo í rammana.

Sætt og stílhreint veggskraut ;) Þessi 'script' stimpill fæst hér

Þennan ramma málaði ég fyrst brúnan og svo hvítan. Pússaði hann svo til að fá brúna í gegn og stimplaði svo þetta blómaskraut á hvítan þykkan pappír og setti smá glimmer á sem sést reyndar ekki vel á myndinni:

Blómaskrauts-medalían fæst hér

Þessa risastóru niðursuðudós málaði ég hvíta og batt grænan borða utan um og nýti sem blómapott ;)


Kortin sem ég hef verið að gera:





Kjólakortin teiknaði ég upp eftir kjólakorti sem ég sá á netinu en leiðbeiningar fyrir bókarkortið er hægt að nálgast hér

Kærar þakkir fyrir að líta á þetta og vonandi gaf ég einhverjum hugmyndir ;)
Kveðja, Aua.

föstudagur, 27. maí 2011

Gamlir kassar

Gamlir slitnir trékassar eru kannski ekki eitthvað sem sem fólki dettur fyrst í hug þegar það hugsar um smekkleg heimili....eða hvað?
Það er nefnilega gordjöss að nota gamla slitna trékassa fyrir borð, hillur, blaðakörfur,blómakassa og svo mætti lengi telja.
Látum myndirnar tala ;)

Heimild: Silje




Heimild: Hvit Romantikk


Heimild: Janne Lillian


Heimild: Glad i Hvitt






Restina fann ég randomly á google, mínum trausta vini ;)

Ótrúlega bjútífúl og shabby/rustic ekki satt?
Nú fer ég í kassaleit...
over and out,

miðvikudagur, 25. maí 2011

Vinyl vegg límmiðar frá Simple Shapes!

Sælar dömur...og vonandi einhverjir herrar líka ;)
Ein af uppáhalds vefbúðunum mínum er án efa Etsy.com sem er samansafn af bæði ofsalega mörgum smáverslunum og svo einstaklingum með vintage, antík eða handgerðar vörur af öllu tagi. The sky is the limit í þessari verslun og það er hægt að finna marga fjársjóði þarna. Það síðasta sem ég fjárfesti í þarna var kjólasnið frá 1960 enn í upprunalegum umbúðum og dásamlega vintage kjólasnið ;)
En nú ætlum við að skoða eina smáverslunina betur;
Simple Shapes sem er með afskaplega fallega vegglímmiða fyrir barnaherbergið, stofuna, svefnherbergið og í allskonar litum því litasamsetninguna velur maður sjálfur.
Lítið á þessa dásemd:


Alltaf er maður veikur fyrir uglum ;)


Apaskott:


Fjúkandi falleg tré:



Alltaf veik fyrir bamba líka:


Þetta er líka sniðugt:



Ótrúlega flottir svona vegglímmiðarammar!


og síðast en ekki síst, þetta 'hillutré' er í algjöru uppáhaldi!



Gæti leikandi eytt miklum pening í þessa fallegu vegglímmiða!!
en þið? ;)
Bestu kveðjur,