fimmtudagur, 28. júlí 2011

smá kíkk til Auu :)

Hæ allir saman og fyrirgefið blogg-þögnina undanfarið! Bloggið þurfti að víkja í smá tíma fyrir ferðalögum og almennum lífsnautnum ;) U know how it is!

Mig langar að sýna ykkur ýmislegt sem hún Aua hefur verið að brasa við. Þið munið kannski eftir þessum bakka hérna frá eldri færslu sem hún spreyjaði hvítan:
hún ákvað að nýta hann svona á stofuborðinu:
Svo fallegt!!! :)

Svo var hún að taka nokkra Rúmfó og Tiger ramma í gegn, hún tók tvo svona ramma:
annan þeirra spreyjaði hún hvítan og pússaði svo yfir til að frá distressed (slitið) look:
hinn fékk að vera alveg hvítur:
Þessi Tiger rammi:
Varð fallega antík-hvítur:
Flott makeover!

Þið munið örugglega eftir "Jón Indíafara" speglinum sem ég skellti í andlitslyftingu í eldri færslu:
Aua á líka svona spegil og ákvað að pússa þetta gyllta af, mála brúnt yfir hann fyrst og svo hvítt yfir það. Síða pússaði hún létt yfir aftur. Svona er hann núna:
Þvílík breyting og flott að láta þetta brúna koma aðeins í gegn!

Aua var lengi búin að velta fyrir sér hvað hana langaði til að hafa á veggnum fyrir ofan hjónarúmið:
Hún keypti þessa hillubera í Ikea og fékk svo spýtubút í Húsasmiðjunni, pússaði hann aðeins, málaði hvítan og festi hilluberana undir:
Ódýr og falleg lausn!

Síðast en ekki síst, þá kíkti ég í barnaherbergið og sá þessa hérna krúttlegu hugmynd:
Aua bjó til trén og ugluna úr scrapbooking pappír! Ótrúlega sæt og ódýr lausn til að skreyta barnaherbergið :)

Jæja, over and out í bili ;)

fimmtudagur, 7. júlí 2011

Kaffiknúsarar/coffee cozies ;)

Halló!
Ég ætla að sýna ykkur nokkrar hehemm... margar myndir af afskaplega nytsamlegum og sniðugum DIY verkefnum. Við erum að tala um "kaffiknúsara" eða Coffeecozies! Heldur kaffinu/kakóinu/teinu lengur heitu og ver mann fyrir því að brenna sig á puttunum. Svo er þetta auðvitað fyrst og fremst bara tíska fyrir kaffibollann! ;) Auðvelt að prjóna/hekla svona sjálfur í endalausum útfærslum.

Röndóttir kaffiknúsarar í öllum regnbogans litum:
Tölvuleikjafés og ninja!
Allskonar fígúrur og dýr:
Blóm, ávextir og annar matur:
Skulls:
...og síðast en ekki síst mottu kaffiknúsari:
Heimildir hér

Mér finnst þetta algjör snilld sem lífgar pottþétt uppá hversdaginn! Ég er engin prjónakona né heklari en maður verður nú að búa til nokkra svona fyrir haustið ;)

xo

mánudagur, 4. júlí 2011

Nokkrar scrapbooking síður, scrapbooking í ramma og sexhyrnt myndabox.

Hæ allir!
Mig langaði bara að deila með ykkur sem hafið áhuga á scrapbooking nokkrum skrappsíðum sem ég hef verið að föndra við í leiðinlega veðrinu undanfarnar vikur (það er nú eitthvað að rætast úr veðrinu núna samt ;)
Að skrappa er uppáhalds aðferðin mín til að halda utan um og geyma minningarnar og myndirnar mínar. Svo raðar maður síðunum bara í þar til gerð albúm eða rammar þær inn og setur uppá vegg til dæmis.
Þessi 12*12 síða hangir uppá vegg hjá mér:
Ég skrappaði myndir af börnunum inní þessa 3 ramma sem hanga í stofunni minni:
...og svo er mjög gaman að búa til svona myndabox sem hægt er að kíkja í:
Ég þarf að fara að búa til uppskrift af svona sexhyrndu myndaboxi. Þegar ég geri það mun ég að sjálfsögðu pósta uppskriftinni hér inn ;)

Kærar þakkir fyrir að líta á þetta elskurnar
Kveðja,