laugardagur, 26. nóvember 2011

Aðventan

Aðventan gengur í garð á morgun, notaleg, falleg og yndisleg. Þó ég sé nú yfirleitt á síðustu stundu með allan jólaundirbúning þá reyni ég nú að vera tilbúin með aðventukrans áður en fyrsti sunnudagur aðventu skellur á. Mér finnst aðventuskreytingar alveg ómissandi og það er endalaust hægt að leika sér með útfærslur á þeim. Svo getur maður alltaf á sig kertaljósum bætt svona í svartasta skammdeginu :-)
Mig langar til að sýna ykkur ýmsar skandinavískar útgáfur af aðventuskreytingum og enda svo með að sýna ykkur mína skreytingu sem ég var að raða saman í dag.

Látum myndirnar tala:





































Allar myndirnar hér að ofan eru fengnar að láni héðan og þaðan af netinu.
Hvít kerti og númer 1-2-3-4 hefur verið mjög vinsælt síðustu 3 ár eða svo og er enn vinsælt enda er þetta ótrúlega flott!! ;-)


Hér koma svo myndir af aðventuskreytingunni minni í ár:




Kertin eru úr Tiger, grenið er úr næstu búð, sveppirnir eru úr Tiger, rauðu berin eru úr Blómaval og litlu jólasveinarnir eru úr Tiger og númerin átti ég í föndurdótinu mínu. Könglarnir eru úr Kjarnaskógi :-) og bakkann átti ég fyrir, hann var keyptur í The Pier á sínum tíma.

Ég óska ykkur notalegrar og rólegrar aðventu með kakó og kertaljósum :-)
xoxo