miðvikudagur, 8. ágúst 2012

Shabby chic eldhúshilla úr vörubretti (Europallettu) og krítartafla

Gleðilega miðviku allir saman! ;-)

Einhver ykkar munið kannski eftir eldri færslu þar sem ég var að dásama Europallettur eða vörubretti (hvað sem fólk kýs að kalla þetta) og allt sem er mögulegt að nýta þær í

Grófleikinn við þær er svo heillandi og það er hægt að leika sér endalaust með þærHreint ótrúleg fegurð sem hægt er að skapa með þessum grófu einföldu pallettum!

Elskulegi eiginmaðurinn minn reddaði mér tveimur pallettum um daginn, einni Euro pallettu og einni no name fíngerðari pallettu. Ég var lengi búin að hugsa mér að gera eldhúshillu úr pallettu og loksins fannst tími til :-)

Við byrjuðum á að drösla þeim inn á gólf og saga aðra þeirra í rétta stærð

Svona fannst mér að stærðin ætti að vera


Síðan sagaði ég spýtur af fíngerðari pallettunni til þess að búa til botna í hillurnar þrjár sem ég hafði hugsað mér að hafa, skrúfaði þær fastar með hjálp eiginmannsins og loks málaði ég hilluna mína með útþynntri mattri innanhúsmálningu því ég vildi að viðurinn og skemmdirnar myndu skína vel í gegn ;-)

Tók síðan bökunarpappír og prentaði (eins og ég hef sýnt ykkur í eldri færslum) á hann franskt 'typography' eins og póststimpil og PARIS og stimplaði beint á mið hilluna


Skrúfaði svo nokkra króka uppí hilluna til að geta hengt á hana eitthvað glingur og svona lítur hún út núna uppá vegg


Svo á ég örugglega eftir að breyta því 100 sinnum hvað ég vil hafa í þessari hillu en þetta er þó byrjunin :-) Shabby chic rustic eldhúshilla!
Hvað finnst ykkur um þetta? Ég er amk hrikalega ánægð með útkomuna!


Fann svo fallegan spegil í The Pier um versló... eða sko ég féll fyrir rammanum utan um spegilinn. Keypti hann og klæddi spegilinn í krítarveggfóður svona chalkboard límmiða sem ég keypti fyrir löngu í Rúmfatalagernum. Festi svo rammann upp fyrir ofan krakkasnagana í forstofunni minni


Á þessa krítartöflu skrifaði ég svo húsreglur (til gamans) en svo má alltaf breyta hvað maður vill að standi þarna ;-)

Þarna má svo sjá stólinn og kommóðuna sem ég gerði upp í eldri færslum en þau eiga bæði heima í forstofunni minni


Mikið sem það var óskaplega gaman að búa til hillu úr europallettunni minni! Ég á pottþétt eftir að búa til eitthvað fleira úr þessum elskum! :-)

Takk fyrir að skoða þetta hjá mér þið elskulega fólk sem kíkið hingað inn! Það er dásamlegt að sjá hvað margir eru að lesa litla áhugabloggið mitt :-)

Bestu kveðjurþriðjudagur, 17. júlí 2012

Eldhúsklukku makeover

Hæ hó kæra fólk!

Þó að færslurnar á þessu bloggi komi með virkilega löööngu millibili þessi misserin þá vona ég að það séu enn einhverjir áhugasamir lesendur þarna úti :-)

Mig langaði að deila með ykkur smá eldhúsklukku "makeoveri". Ég átti heimagerða eldhúsklukku sem ég klæddi skrapppappír og skreytti fyrir löngu....
Svona leit hún út (ekki þessi týpíska eldhúsklukka):


Ég var auðvitað löngu komin með hundleið á henni og langaði rosalega í stílhreina vintage "french inspired" eldhúsklukku.
Þá datt mér í hug að skoða Graphics Fairy síðuna sem er snilldar síða með endalaust mikið af gefins fallegum vintage myndum og texta sem maður getur svo prentað út, "transferað" á efni, tré eða bara hvað sem manni dettur í hug!
Á síðunni eru svo líka myndir af fullt af DIY (do it yourself) verkefnum sem fólk hefur sent inn myndir af þar sem það hefur verið að nota myndir eða grafík frá Graphics Fairy. Snilldar síða með fullt af hugmyndum og fyrst og fremst fallegum vintage myndum og grafík!

Ég fann gamla franska kaffihúsaauglýsingu eða skilti og ákvað að nota þá grafík á klukkuna mína:


Ég byrjaði á því að skafa allt gamla skrautið og pappírinn af klukkunni (og auðvitað fjarlægði klukkuvísana á meðan)


Málaði klukkuna svo hvíta með háglans málningu (því ég átti hana til):


Ég ætlaði fyrst að prenta myndina á bökunarpappír og transfera hana á klukkuna eins og ég hef gert áður með ýmsa hluti hérna á blogginu... en það gekk ekki upp því ég hafði málað með háglans málningu og þar af leiðandi rann bara blekið af :-/
Þá var brugðið á það ráð að prenta bara textann út á venjulegan hvítan pappír og límlakka myndina á klukkuna.


Skellti svo vísunum á til að sjá hvernig þetta kæmi til með að koma út


Nú vantaði bara tölurnar á klukkuna og mig langaði að hafa rómverskar tölur. Gúgglaði bara vintage clocks og fann þessa hérna klukku sem mér fannst vera með alveg passlegum tölum:


Ég prentaði hana bara út og klippti rómversku tölurnar af henni og límlakkaði þær á rétta staði á klukkuna mína :-)... og af því að ég er svo óþolinmóð þá notaði ég hárþurrkuna mína til að flýta fyrir því að klukkan yrði tilbúin


Svona lítur hún út núna:
Svo er bara að finna henni stað á nýmálaða eldhúsveggnum mínum ;-)
Hún kom bara ágætlega út finnst mér! En ykkur?
Bæjó í bili þólaugardagur, 5. maí 2012

Eldgömul Rúmfatalagers-kommóða fær ný föt ;-)

Hæhæ elsku fallega fólk!

Mikið er nú langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér inn! En nú hlýt ég að fara að standa mig örlítið betur í þessu öllu saman því ég er loksins búin að skila lokaritgerðinni minni (maður þarf víst að forgangsraða) og á bara tvö próf eftir!

Nú þegar ég fékk loksins smá stund milli stríða ákvað ég að taka elsku gömlu rúmfatalagers-kommóðuna mína og klæða hana í ný föt. Mig langaði svo að veggfóðra hana framan á skúffunum en tímdi ekki að kaupa heila veggfóðursrúllu sem ég myndi svo bara kannski nota brotabrot af. Þar sem ég dey nú sjaldnast ráðalaus ákvað ég að finna mynd af einhverju fallegu veggfóðri, svona damask mynstur og prenta það út á nokkur venjuleg A4 blöð.

Svo tók ég fína Europris decoupage límlakkið mitt (virkar eins og Modpodge) og bar það aftan á eitt blaðið

Svo bara skellti ég blaðinu á efstu skúffuna til að prufa (sko auðvitað eftir að ég var búin að taka höldurnar af)

Strauk svo varlega yfir allt með plastsköfu sem ég átti til þess að losna við loftbólur undan pappírnum

... og viti menn og konur... það bara svínvirkaði :-D Svo skar ég bara til næsta blað til þess að láta mynstrið passa og límdi það svo líka á

...og svo koll af kolli þangað til ég var búin að gera eina skúffu pappírsklædda og fína. Svo penslaði ég yfir allt "veggfóðrið" með Eurpris Decoupage límlakkinu mínu og þá var fyrsta skúffan tilbúin!

Svo þegar ég var búin að pappírsklæða allar skúffurnar, þá ákvað ég að ráðast í það að mála greyið því ekki gat ég látið hana vera svona á litinn, það passar bara ekki við nýju fötin hennar ;-)
Fyrsta skref var auðvitað að pússa aðeins yfir hana svo að grunnurinn festist betur

Svo var þessi elska grunnuð með hvítri mattri málningu og svo máluð með háglans Flugger málningu. Hún þurfti nokkrar umferðir en það var þess virði því svona lítur gellan út núna:

Er hún ekki orðin falleg? Það finnst mér ;-) Svo er bara spurning hvort ég eigi ekki að fjárfesta í nýjum höldum á elskuna því þessar rúmfó höldur eru eiginlega bara ekki nógu fancy fyrir gelluna lengur ;-)

Kíki í Sirku á morgun (er hún opin á sunnudögum?) og athuga með nýjar höldur!

Bless í bili fríða fólk! Vona að þið hafið ekki gefist upp á því að bíða eftir mér allan þennan tíma.
Þangað til næst...take care


miðvikudagur, 8. febrúar 2012

My Stuff - Kertin hennar Þórdísar Þorleifs

Ég má til með að sýna ykkur kertin hennar Þórdísar Þorleifs My Stuff ef þið vitið ekki nú þegar hvaða kerti ég á við :)
Kertin eru svo æðisleg með vintage myndum gerð með sérstakri aðferð svo að þegar þau brenna þá verður svona hólkur eftir utan um kertið, þ.e. myndin brennur ekki með og kertið helst fallegt allan brennslutímann! Talandi um brennslutímann þá endast kertin hennar mjög lengi líka :)

Svona litu jólakertin út síðustu jól:
Fallegri jólakerti hef ég aldrei séð!

Þessi kerti hér eru ekki síðri:
Eintóm fegurð!

Nú er Þórdís byrjuð að undirbúa sig fyrir fermingavertíðina og ég hlakka mikið til að sjá nýjustu kertin hennar, en þið? ;-)

xoxo