mánudagur, 27. júní 2011

Glæsileg annarskonar nýting fataskápa, kósý gluggasæti og fleira DIY

Í Bandaríkjunum eru fataskápar oftar en ekki felldir inn í veggina og gefur það marga skemmtilega möguleika á nýtingu þeirra. Það er ekki eins algengt hér á landi en er þó til í sumum húsum.
Tiltölulega auðvelt er að breyta fataskáp í "skrifstofu":
Fyrir:
Eftir:
Heimild hér

Tvöfaldur fataskápur fyrir:
eftir:
Rosalega flott og góð hugmynd að hengja hirslur innan á hurðirnar svo bara má loka skápnum ef (í mínu tilfelli) skrappið er útum allt ;)
Heimild hér
Snyrtilegt:

Þessi sniðuga DIY-dama hér ákvað að breyta litlum fataskáp við herbergi litla guttans síns í ofurkósý lestrarkrók. Hversu krúttlegt er þetta!! og snilldar hugmynd!

Fleira flott frá henni:
Útskorið borð fyrir:
Útskorið borð eftir:
Hún tók þessa brúnu stóla:
Skar aðeins neðan af fótunum, málaði þá hvíta og klæddi sessurnar:
Falleg breyting!

...og síðast en ekki síst...ég er svooo veik fyrir gluggasætum! *dæs* ætla einhverntíman að láta það rætast að smíða mér kósý gluggasæti.

bæ í bili

fimmtudagur, 23. júní 2011

Aðeins meira mini-DIY, gamlir rammar fá nýtt líf

Ég er mikið að gramsa þessa dagana í skúffum og skápum heima hjá mér í leit að gömlum myndarömmum til þess að gefa þeim séns á nýju lífi, endurnýtingu. Ég fann nokkra ramma um daginn, gyllta, brúna, silfur og úr ljósum við. Einhverjir úr plasti, aðrir úr tré og enn aðrir úr járni. Ég er búin að vera að dunda við að gefa þeim nýtt útlit. Flestir fengu Shabby Chic slitið útlit en nokkrir fengu annarskonar andlitslyftingu :)
Þið munið kannski eftir svona ramma frá fyrri færslu:
ég málaði hann með mattri málningu og ákvað svo að prufa að stimpla á hann rósettur með óreglulegu bili til þess að skreyta hann. Pússaði svo kanta og hér og þar inná rammann til að fá fram slitna lookið og spreyjaði svo yfir með hálfmöttu spreylakki til að stimplarnir haldist á.
Nærmynd af slitna lookinu ;)
Töff ekki satt? ;)

Þið munið eftir 'Jón Indíafari' æðinu eða vörunum sem fengust þar og allir urðu að eignast. Þessi hérna spegill er afurð þeirrar tísku:
(Gleymdi næstum að taka 'fyrir' mynd)
Ég pússaði létt yfir hann með fínum sandpappír til að losna við mest af lakkinu og þessu gyllta. Málaði hann svo með hvítri, mattri málningu og pússaði hann svo á hjörtunum, köntum og á fleiri stöðum til þess að ná fram Shabby slitna útlitinu (eins og oft áður ;) og til að fá smá af þessu gamla í gegn.
Svona lítur hann út núna:
Nærmynd af slitna útlitinu:
Þessi spegill verður örugglega nýttur inn í herbergi dótturinnar :)

Þennan hérna gyllta ramma:
Málaði ég fyrst brúnan:
það gerði ég því ég vildi ekki fá þetta gyllta í gegn.
Hann endaði svo svona, pússaði hann svo þetta brúna kæmi hér og þar í gegn:
Nærmynd:
Nokkrir af römmunum:

Ég er orðin svo spennt að deila með ykkur stóra DIY-verkefninu mínu að ég get varla beðið...en það er að taka aðeins meiri tíma en ég bjóst við. Nokkrar hindranir í veginum en þetta tekst á endanum ;)
Jæja látum þetta nægja í dag. Vona að ég hafi gefið einhverjum hugmyndir!
Bestu kveðjur,

þriðjudagur, 21. júní 2011

Mig dreymir um...

Þessa skrappsíðu gerði ég fyrir draumaáskorun á Íslenska skrappspjallinu á Scrapbook.is
Falinn texta er að finna undir vængjunum á fiðrildinu. Textinn er persónulegur svo hann er blörraður á myndinni:
Takk fyrir að líta á þetta hjá mér! Ég hvet ykkur sem hafið ekki prufað scrapbooking eða eruð rétt að byrja að þreifa fyrir ykkur að skrá ykkur á Scrapbook.is og Scrapbook.com þar sem eru ótal ráð, hugmyndir og innblástur. Helstu skrappbúðirnar á Íslandi eru Scrap.is og Skrapp og gaman.is þar sem í báðum tilfellum taka á móti ykkur yndislegar konur sem gefa ráð og kenna skrapp. Mig langar líka að benda ykkur á veftímarit um skrapp sem heitir Skrapparinn þar sem dama að nafni Anna Sigga sem tilheyrir einnig Skrapp og Gaman.is er búin að starta nýju skrapptímariti fullu af innblæstri, ráðum og kennslu.
Svo eru ótal skrappverslanir á internetinu stóra, td. Scrapbook.com, Two Peas in a Bucket og margar margar fleiri.
Skrapp er afskaplega skemmtileg, falleg og listræn leið til þess að geyma og halda utan um minningarnar og myndirnar sem okkur þykir vænt um. Okkur í saumaklúbbnum finnst þetta hafa ákveðið "therapískt" gildi líka ;)

Þangað til næst elskurnar mínar... ég er farin að pússa ;)
Kveðja,

miðvikudagur, 15. júní 2011

Að útbúa myndavegg

Ég er búin að vera hugfangin (obsessed eiginlega) af pælingum um hvernig sé best og flottast að hengja upp myndirnar og listaverkin heima hjá mér. Mig langar alveg afskaplega að útbúa myndavegg í stofunni minni þar sem fjölskyldumyndirnar fá að njóta sín. Fyrsta verk er auðvitað að sanka að sér fallegum römmum í öllum stærðum og gerðum. Svo kemur aðal höfuðverkurinn...að raða þeim fallega á vegginn.
En auðvitað sem og endranær kemur Google til bjargar (hvar væri ég án google?)
Ég fann nokkur svona blueprints af uppröðun:Margar góðar hugmyndir af uppröðunum :)

Skoðum nokkrar útgáfur:

Gott ráð þegar maður er að ákveða uppröðun á myndunum:
Klippa út pappíra í sömu stærð og rammarnir eru og raða þeim uppá vegg þangað til maður er ánægður og festir svo rammana upp á rétta staði. Sparar manni mistök og götótta veggi ;)
Heimildir héðan og þaðan af Google.

That's all for today!
Kveðja,