þriðjudagur, 27. apríl 2010

Umvafin englum

Nýlegasta myndin sem ég á af ömmu Löllu. Á kistulagningunni hennar söng frænka mín "umvafin englum" sem er lagið hennar Sarah McLachlan - In The Arms Of An Angel bara með flottum íslenskum texta. Meiriháttar fallegt og ekki orð um það meir :-)
Hér er textinn:

Umvafin englum

Það má svo sem vera
að vonin ein
hálf veikburða sofni í dá.
Finnst vera eitthvað
sem íþyngir mér
en svo erfitt í fjarlægð að sjá.
Það gilda má einu
hvort ég áleiðis fer
eða staldra hér ögn við og bíð.
Þótt tómið og treginn
mig teymi út á veginn
ég veit ég hef alla tíð...

verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein - aldrei ein.

Svo endalaus ótti
við allt sem er
og alls staðar óvini að sjá.
Veðrin svo válind
og víðáttan grimm,
ég vil fría mig skelfingu frá.
Í tíma og rúmi
töfraorðin mín
og tilbrigðin hljóma svo blíð.
Líst ekki að ljúga
mig langar að trúa
að ég hafi alla tíð...

verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein - aldrei ein.

kv. Helga.
ps. þetta geri ég á kvöldin þegar ég er orðin of þreytt til að læra. Mikil hvíld í því að skrappa :)

3 ummæli:

  1. Þú ert alger snillingur Helga!

    SvaraEyða
  2. samdir thu thessa visu helga


    og myndin er alveg geggjad flott.

    SvaraEyða