Mig langar til að sýna ykkur ýmsar skandinavískar útgáfur af aðventuskreytingum og enda svo með að sýna ykkur mína skreytingu sem ég var að raða saman í dag.
Látum myndirnar tala:
Allar myndirnar hér að ofan eru fengnar að láni héðan og þaðan af netinu.
Hvít kerti og númer 1-2-3-4 hefur verið mjög vinsælt síðustu 3 ár eða svo og er enn vinsælt enda er þetta ótrúlega flott!! ;-)
Hér koma svo myndir af aðventuskreytingunni minni í ár:
Kertin eru úr Tiger, grenið er úr næstu búð, sveppirnir eru úr Tiger, rauðu berin eru úr Blómaval og litlu jólasveinarnir eru úr Tiger og númerin átti ég í föndurdótinu mínu. Könglarnir eru úr Kjarnaskógi :-) og bakkann átti ég fyrir, hann var keyptur í The Pier á sínum tíma.
Ég óska ykkur notalegrar og rólegrar aðventu með kakó og kertaljósum :-)
xoxo

Æði, ég var svo spennt að sjá þinn að ég skrollaði yfir allar myndirnar. Ég á tvo með fastri skreytingu, ég þarf að grafa þá upp :D
SvaraEyðamargir fallegir þarna og þinn er Æði :)
SvaraEyðaTakk elskurnar :-) Ég er virkilega ánægð með hann.
SvaraEyðafrábær samantekt, og þinn er svo fallegur.. sérstaklega finst mér númerin á þínum kertum flott, eins og þau séu úr bylgjupappa.
SvaraEyðaVonandi hefurðu átt góða helgi
kv Stína
Kærar þakkir! Númerin eru úr fíngerðum bylgjupappa :-)
SvaraEyðagaman að sjá svona margar útfærslur af aðventuskreytingum :) Þinn er æði :)
SvaraEyðaTakk Linda mín :-)
SvaraEyða