Mig langar til að sýna ykkur ýmsar skandinavískar útgáfur af aðventuskreytingum og enda svo með að sýna ykkur mína skreytingu sem ég var að raða saman í dag.
Látum myndirnar tala:
Allar myndirnar hér að ofan eru fengnar að láni héðan og þaðan af netinu.
Hvít kerti og númer 1-2-3-4 hefur verið mjög vinsælt síðustu 3 ár eða svo og er enn vinsælt enda er þetta ótrúlega flott!! ;-)
Hér koma svo myndir af aðventuskreytingunni minni í ár:
Kertin eru úr Tiger, grenið er úr næstu búð, sveppirnir eru úr Tiger, rauðu berin eru úr Blómaval og litlu jólasveinarnir eru úr Tiger og númerin átti ég í föndurdótinu mínu. Könglarnir eru úr Kjarnaskógi :-) og bakkann átti ég fyrir, hann var keyptur í The Pier á sínum tíma.
Ég óska ykkur notalegrar og rólegrar aðventu með kakó og kertaljósum :-)
xoxo
