Mikið er nú langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér inn! En nú hlýt ég að fara að standa mig örlítið betur í þessu öllu saman því ég er loksins búin að skila lokaritgerðinni minni (maður þarf víst að forgangsraða) og á bara tvö próf eftir!
Nú þegar ég fékk loksins smá stund milli stríða ákvað ég að taka elsku gömlu rúmfatalagers-kommóðuna mína og klæða hana í ný föt. Mig langaði svo að veggfóðra hana framan á skúffunum en tímdi ekki að kaupa heila veggfóðursrúllu sem ég myndi svo bara kannski nota brotabrot af. Þar sem ég dey nú sjaldnast ráðalaus ákvað ég að finna mynd af einhverju fallegu veggfóðri, svona damask mynstur og prenta það út á nokkur venjuleg A4 blöð.
Svo tók ég fína Europris decoupage límlakkið mitt (virkar eins og Modpodge) og bar það aftan á eitt blaðið
Svo bara skellti ég blaðinu á efstu skúffuna til að prufa (sko auðvitað eftir að ég var búin að taka höldurnar af)
Strauk svo varlega yfir allt með plastsköfu sem ég átti til þess að losna við loftbólur undan pappírnum
... og viti menn og konur... það bara svínvirkaði :-D Svo skar ég bara til næsta blað til þess að láta mynstrið passa og límdi það svo líka á
...og svo koll af kolli þangað til ég var búin að gera eina skúffu pappírsklædda og fína. Svo penslaði ég yfir allt "veggfóðrið" með Eurpris Decoupage límlakkinu mínu og þá var fyrsta skúffan tilbúin!
Svo þegar ég var búin að pappírsklæða allar skúffurnar, þá ákvað ég að ráðast í það að mála greyið því ekki gat ég látið hana vera svona á litinn, það passar bara ekki við nýju fötin hennar ;-)
Fyrsta skref var auðvitað að pússa aðeins yfir hana svo að grunnurinn festist betur
Svo var þessi elska grunnuð með hvítri mattri málningu og svo máluð með háglans Flugger málningu. Hún þurfti nokkrar umferðir en það var þess virði því svona lítur gellan út núna:
Er hún ekki orðin falleg? Það finnst mér ;-) Svo er bara spurning hvort ég eigi ekki að fjárfesta í nýjum höldum á elskuna því þessar rúmfó höldur eru eiginlega bara ekki nógu fancy fyrir gelluna lengur ;-)
Kíki í Sirku á morgun (er hún opin á sunnudögum?) og athuga með nýjar höldur!
Bless í bili fríða fólk! Vona að þið hafið ekki gefist upp á því að bíða eftir mér allan þennan tíma.
Þangað til næst...take care

Vá!! Geggjað flott og þú dugleg! Snillingur :D
SvaraEyðaKnús og takk :D
SvaraEyðaSNILLD :) svo MIKIÐ fallegri svona í nýju fötunum
SvaraEyðaJáh það finnst mér :-) Enda er greyið svo ánægð núna!
SvaraEyðaGaman að sjá þig aftur í fullu aksjon. Kommóðan er bara eðal... en ég veit ekki með höldurnar.. eiginlega falla þær svo inní munstrið að þær stela engu frá fína dressinu hennar, er ekkert viss um að mér finnist það endilega verra..hún er bara algjört æði
SvaraEyðaKær kveðja
Stína Sæm
Takk :) Nei ég sé til hvort mé finnst hún þurfa nýjar höldur ;)
EyðaRosalega falleg kommoðan eftir breytingu. Það eru lika til fallegir kristalshöldur i borð fyrir 2 a laugarveginum.
SvaraEyðaTakk :)
EyðaSvo fallegt! Frábært hvað þú ert hugmyndarík, rúmfókommóður eru oft svo óspennandi :)
SvaraEyðahihi takk :D
Eyðagaman að heyra frá þér aftur og glæsileg breyting til hamingju með þetta
SvaraEyðakveðja Adda
takk :D
EyðaÞetta er svo flott monsa!Þú verður að gera svona við fleira stuff! :D :D :D
SvaraEyðaTakk Silja mín :*
EyðaÞetta kemur alveg æðislega vel út hjá þér :) Snildar hugmynd að prenta bara munstur á blöð!
SvaraEyðaTakk takk :)
EyðaÆðislega falleg kommóða hjá þér!! Rosalega sniðug hugmynd. Ég fór að leita að svona damask munstri á netinu en gat ekki prentað það út í A4 stærð, hvert fórst þú til að finna þetta munstur og prenta út?
SvaraEyðauhh ég bara gúglaði þetta :) man ekkert af hvaða síðu ég tók þetta. En ég lét bara myndina fylla út í a4 blaðið þó að hún væri ekki að þeirri stærð :)
Eyðaog takk fyrir hrósið :D
EyðaÓtrúlega sniðug hugmynd :) Ég ætla að gera þetta við eitt kommóðugrey sem ég keypti í Góða hirðinum áðan :) En mig langaði svo að vita hvort þú hafir lakkað með einhverju yfir pappírinn í lokin og hvað þú fórst margar umferðir með límlakkinu?
SvaraEyðaKv. Marta
Sæl Marta og fyrirgefðu hvað ég svara seint. Ég límlakkaði með sama límlakkinu yfir pappírinn. Þetta er eins og að nota Modpodge, maður lakkar undir og yfir :) Ein góð umferð undir pappírinn og ein góð umferð yfir pappírinn.
Eyða