fimmtudagur, 28. júlí 2011

smá kíkk til Auu :)

Hæ allir saman og fyrirgefið blogg-þögnina undanfarið! Bloggið þurfti að víkja í smá tíma fyrir ferðalögum og almennum lífsnautnum ;) U know how it is!

Mig langar að sýna ykkur ýmislegt sem hún Aua hefur verið að brasa við. Þið munið kannski eftir þessum bakka hérna frá eldri færslu sem hún spreyjaði hvítan:
hún ákvað að nýta hann svona á stofuborðinu:
Svo fallegt!!! :)

Svo var hún að taka nokkra Rúmfó og Tiger ramma í gegn, hún tók tvo svona ramma:
annan þeirra spreyjaði hún hvítan og pússaði svo yfir til að frá distressed (slitið) look:
hinn fékk að vera alveg hvítur:
Þessi Tiger rammi:
Varð fallega antík-hvítur:
Flott makeover!

Þið munið örugglega eftir "Jón Indíafara" speglinum sem ég skellti í andlitslyftingu í eldri færslu:
Aua á líka svona spegil og ákvað að pússa þetta gyllta af, mála brúnt yfir hann fyrst og svo hvítt yfir það. Síða pússaði hún létt yfir aftur. Svona er hann núna:
Þvílík breyting og flott að láta þetta brúna koma aðeins í gegn!

Aua var lengi búin að velta fyrir sér hvað hana langaði til að hafa á veggnum fyrir ofan hjónarúmið:
Hún keypti þessa hillubera í Ikea og fékk svo spýtubút í Húsasmiðjunni, pússaði hann aðeins, málaði hvítan og festi hilluberana undir:
Ódýr og falleg lausn!

Síðast en ekki síst, þá kíkti ég í barnaherbergið og sá þessa hérna krúttlegu hugmynd:
Aua bjó til trén og ugluna úr scrapbooking pappír! Ótrúlega sæt og ódýr lausn til að skreyta barnaherbergið :)

Jæja, over and out í bili ;)

2 ummæli:

 1. va mamma thetta er svo flott hja ther eg bara gaeti sprungid..
  serstaklega elska eg bakkann sem thu spreyadir.
  og audvitad eeru allar hinar hugmyndirnar alveg glaeso.


  eru ekki allir sammala mer eda hvad
  skrifid endilega falleg komment hja mommu eg veit ad thad mun gledja hana !!!!!!!!!

  Elisa Embla

  klikkadi kommentarinn

  SvaraEyða
 2. Allt svo geggjað fínt hjá þér Auja! Þvílík hugmyndaauðgi!

  SvaraEyða