mánudagur, 9. janúar 2012

Þó að ég sé mikið jólabarn...

...þá fannst mér voðalega gott að kveðja jólin og pakka saman skrautinu og ljósunum. Allt hefur sinn tíma og það á við um jólaskrautið og jólaseríurnar líka ;-). En þó maður sé búinn að pakka niður öllum ljósunum og fíneríinu þá er ekki þar með sagt að maður geti ekki haft það kósý og hlýlegt í skammdeginu (og óveðrinu sem fer örugglega að skella á fljótlega). Nú er bakkinn minn góði sem ég notaði undir aðventuskreytinguna kominn í látlausari búning. Ég notaði þrjú af kertunum fjórum sem voru í aðventuskreytingunni, prentaði út englamyndir og límdi á þau. Setti tvær stórar pappírsblúndur á bakkann og raðaði kertunum á ásamt englaboxinu og olíubrennaranum mínum og setti uppáhalds ferska ilminn minn í. Englaboxið fallega er fullt af brjóstsykri í augnablikinu en ég er að hugsa um að geyma eldspýtur í því þegar ég er búin að háma í mig molana (það er ekki langt í það hihi)
Einfalt, kósý og fransk-rómantískt ;-)

Ég ákvað að halda könglunum því þeir eru ekki endilega jólaskraut heldur bara vetrarskraut. Það kemur afskaplega fallega út að raða þeim á silfurbakka með "silfur" stjökum og krúsum.

Rauðhettu-gullfiskurinn Voffi fékk líka blúndu á "húsið" sitt :-)
Mér sýnist hann vera hæst ánægður með blúnduna sína!


Þangað til næst, hafið það kósý ;-)
xoxo

8 ummæli:

 1. rosalega fallegt , ég sá einhversstaðar um daginn svona aflanga pappírsblúndu :)

  SvaraEyða
 2. Þarf að leita mér að svoleiðis blúndu ;-)

  SvaraEyða
 3. Svo fallegt allt saman :) Það eru til alls konar pappírsblúndur í Megastore - í alls konar týpum!

  SvaraEyða
 4. Þetta er svo fallegt Helga, viltu koma heim til mín og veifa töfrasprotanum þínum? *dæs*

  SvaraEyða
 5. Svo fallegt! Og gaman að sjá fleiri sem nota orðið "vetrarskraut", við erum nú meiri dúfurnar sem skreytum svona stöðugt árið um kring, bara dásamlegt :)

  bk Kristín
  http://blundurogblom.blogspot.com

  SvaraEyða
 6. Mikið er þetta fallegt hjá þér, bakkinn er alveg dásamlegur. Límirðu myndirnar á kertin eða bræðiru þær á ? Ég er loks komin með prentarann minn í lag og er með þúsund og eina hugmynd í hausnum sem ég þarf að prenta og svo líma, sauma eða binda einhverstaðar. Þá er gott að þekkja klárar konur eins og ykkur

  kv Stína

  SvaraEyða
 7. Kærar þakkir allar :-) ég reyndar límdi þær bara á með fíngerðu doubletape. En langar nú alveg að vita hvernig maður bræðir þær á!! :-)

  SvaraEyða
 8. Yndislegt, bakkinn er svo fallegur :)
  Kv Guðný Björg

  SvaraEyða