sunnudagur, 1. janúar 2012

Dásamlegar netverslanir (fyrsti hluti)

Hæ elsku blogglesarar og gleðilegt nýtt ár!! Kærar þakkir fyrir viðtökurnar á gamla árinu, þær voru framar vonum :-)

Mig langar að byrja nýtt ár á því að fara með ykkur yfir nokkrar fallegar netverslanir sem hafa orðið á vegi mínum sem eiga það sameiginlegt að bjóða uppá guðdómlegan varning í rómantíska, franska og skandinavíska sveitastílnum.

Byrjum á að skoða Vintage Kompagniet
Þessi verslun er t.d. með vörur frá Jeanne D'arc living og Bloomingville svo eitthvað sé nefnt og einnig er hún að selja gamla fjársjóði sem hafa fundist á flóamörkuðum td.

Eins og oftast þá kemur flæði af myndum frá mér núna :-) Því það er svo margt sem ég bara verð að sýna ykkur!
Byrjum á eldhúsinu:

Fallegar eldhúsgardínur:


Sætir ugluseglar:


Hér er ýmislegt sem myndi sóma sér vel úti á palli, í garðinum eða bara inni:
Hversu krúttlegt er þetta fuglabað :-)

Uglur eru yndislegar!


Yndislegar dósir, krukkur, flöskur og öskjur:


Franskar blúndur:

...á kefliSink bakkar, stjakar og vasar:

Englahöldur í messing:Púðar, stólaklæðningar og skammel:Verð að eignast þennan vintage globe í herbergi guttans!

Guðdómlega fallegur innpökkunarpappír:

...sem hentar ekki bara til innpökkunar ;-)

Skart:
Þetta er bara brot af því sem verslunin hefur uppá að bjóða og reglulega bætast við nýjar vörur!
Klikkið HÉR til að heimsækja hana.
Dásamleg verslun ekki satt?? ;-)


Í næsta hluta tek ég fyrir aðra verslun með fallegar gersemar
stay tuned!
xoxo

2 ummæli:

 1. ansi margt fallegt þarna :)

  SvaraEyða
 2. vá hvað er margt flott þarna, langar í ansi margt ;-)

  Flott bloggið þitt og það er sko komið í favorites !

  kv
  Kristín

  SvaraEyða