mánudagur, 1. ágúst 2011

Pallettur, pallettur og aftur pallettur! (vörubretti)

Halló elskurnar og gleðilegan frídag verslunarmanna!

Undanfarnar vikur mánuði hef ég verið með einskonar þráhyggju yfir því að finna eitthvað drasl sem ég gæti hugsanlega breytt frá shabby yfir í chic, frá trash to treasure osfrv. You get the idea ;)
Nýjasta ástin mín í þessu samhengi eru pallettur(vörubretti) og hrifnust er ég að Euro-pallettunum.
Eiginmaðurinn var kannski orðinn þreyttur á að heyra mig stöðugt blaðra um að mig langaði svo að redda mér svona pallettum til að smíða úr því hann keyrði með mig einn daginn í ákveðið fyrirtæki sem notar svona Euro pallettur og þessir elskulegu menn leyfðu mér að velja mest shabby palletturnar sem ég fann!! :) (ekkert varið í þessar nýju lítið notuðu) Eiginmaðurinn tróð þeim síðan í vinnubílinn og keyrði þeim heim. Það sem mig hlakkar mikið til að gera eitthvað ótrúlega töff við þær, bíðið þið bara ;)
Læt fylgja hér nokkrar ...margar lánsmyndir héðan og þaðan fengnar af google, for inspiration:

*dæs* þetta eru svo ótrúlega flottar hugmyndir!!! ...verð að redda mér fleiri pallettum!
xoxo

4 ummæli:

  1. já mikið innilega er ég nú sammála þér í þessari bretta aðdáunn, er með eitt sem er í borð-vinnslu og langar svo að gera sófa eða bekk á pallinn líka.
    kíktu á þessar úti mubblur; http://designhund.blogspot.com/2011/06/uterom.html finst þetta svo eifalt og flott. svona hrátt en samt svo kósý. Er bara mest hrædd um að pallurinn virki fullur af drasli þegar pullur, púðar og dúllerí er ekki úti (sem er oftast)
    frábærar myndir og gangi þér vel í bretta-föndrinu :)

    SvaraEyða
  2. ég kíki á þetta og takk ;)

    SvaraEyða
  3. Hlakka til að sjá afraksturinn :)
    Kv.,Gerður

    SvaraEyða
  4. þetta hljómar rosa vel Helga.
    hrikalega eru þetta flottar hugmyndir gangi þér innilega vel með verkið ;)

    SvaraEyða