Ég kom við í Fröken Blómfríði í dag á leiðinni heim eftir yndislegan göngutúr í sólinni með hundastelpuna mína. Haldiði ekki að ég hafi bara gerst djörf og frátekið eitt dásamlegasta antík skrifborð/kommóðu sem ég hef rekist á. Svona húsgagn hefur bara ekki orðið á vegi mínum síðan ég var 4 ára held ég. Búin að vera að leita að svona skrifborði (var kallað skatthol í gamla daga) síðan ég flutti að heiman!
Jú þessi fjársjóður bíður eftir því að ég sæki sig...og ég held þið vitið alveg hverskonar make-over hann verður settur í ;-)
Lokað:

Opið:

Ó hvað það verður gaman að taka þetta bjútí í gegn!
kveðja frá

sem svífur í skýjunum af gleði ;-)
Ó ÆM GAD!!! Vá vá vá! Ég öfunda þig bara alls ekki neitt, eða þannig! :D Ég sá svipað í dag, var að byrja að vinna fyrir Þrif og ræstivörur og var að skúra eina skrifstofu og það var svipað skatthol þar :D Ég verð að koma og snerta það :D Hvað kostaði? Og hvar er fröken Blómfríður til húsa?
SvaraEyðaÞað er bara frátekið sko, það er enn í búðinni því ég er ekki búin að borga það. En kem til með að þurfa að punga út 27.000 kr en mér finnst það ekki mikið fyrir þennan fjársjóð! Ég man eftir mér pínu lítilli að lita í litabók með vaxlitum við svona skatthol :-)
SvaraEyðaFrk. Blómfríður er í sama húsi og snyrtistofan Lind á móti Höpfner húsinu(veit ekki hvort skrifað rétt. Inn í innbæ rétt hjá Brynju ;)
Kúl, kúl!!
SvaraEyðaVið verðum að fara "sauma" klúbburinn saman einn daginn í svona fjársjóðsleit í Frk. Blómfríði og Frúnni í Hamborg :)
SvaraEyða...og Sirku og blómabúðirnar :D
SvaraEyðavá !!!! þetta er ÆÐI , mikið er ég glöð að þú ætlar að kaupa þetta ,þá get ég komið og dáðst að þessu :) hlakka ekkert smá til að sjá þegar þú verður búin að skella því í makeover , og Hugga mín greinilegt að ég hef ekki séð þig lengi vissi ekki að þú værir að fara að vinna en mikið er ég til í saumaklúbbsleiðangur í þessar uppáhaldsbúðir mínar :)
SvaraEyðaJá!! :D Látum verða að þessum leiðangri strax eftir próf!! Ég verð laus frá og með 12. maí :D
SvaraEyðajebb :)
SvaraEyðaÉg vissi það nú bara í gærkvöldi sko :P En ég er komin með tvær vinnur samt, bæði í ÞogR og í Bakkahlíð :D
SvaraEyðaFlott Hugga :D
SvaraEyðaflott er krummakrútt kominn til dagmömmu ?
SvaraEyðaAlgjörlega geggjað skatthol! Ég man eftir svona skattholi í Híðargötu, held að mamma hafi átt eitthvað svipað úr tekki held ég. Það verður örugglega algjört æði eftir að þú tekur það í gegn. Hlakka til að fá að sjá.
SvaraEyðaMá ég fara með ykkur í búðaráp þó ég tilheyri ekki skrappherfum?
kveðjur
Erna merna
þú tilheyrir okkur alltaf Erna mín :)
SvaraEyðaÞú tilheyrir Skrappherfunum góða mín og ert aðal gellan í saumaklúbbnum! :) Að sjálfsögðu kemur þú með í fjársjóðsleit!
SvaraEyðaÉg tilnefni Ernu sem Drottningu Skrappherfanna! Og mig langar ógeðslega mikið að fara í búðarráp með ykkur! Ég elska ykkur *grenj*
SvaraEyðaTihihihihihi svona svona Hugga mín, þú færð að koma með :D
SvaraEyðahehe,af því að við elskum hvor aðra svona mikið hvernig væri að við færum á konukvöld saman í pier annaðkvöld ??? afslættir og læti :)
SvaraEyðaKlukkan hvað er það? Ég þarf aðeins að vinna, en verð ekki lengi :D Vonandi kemur Sean ekki seint heim :D
SvaraEyða18-21
SvaraEyðaJá, ég sá þetta semsagt of seint :P Fóruð þið?
SvaraEyðaNei
SvaraEyðaÞetta borð er rosalega flott !!!
SvaraEyða