miðvikudagur, 15. júní 2011

Að útbúa myndavegg

Ég er búin að vera hugfangin (obsessed eiginlega) af pælingum um hvernig sé best og flottast að hengja upp myndirnar og listaverkin heima hjá mér. Mig langar alveg afskaplega að útbúa myndavegg í stofunni minni þar sem fjölskyldumyndirnar fá að njóta sín. Fyrsta verk er auðvitað að sanka að sér fallegum römmum í öllum stærðum og gerðum. Svo kemur aðal höfuðverkurinn...að raða þeim fallega á vegginn.
En auðvitað sem og endranær kemur Google til bjargar (hvar væri ég án google?)
Ég fann nokkur svona blueprints af uppröðun:



Margar góðar hugmyndir af uppröðunum :)

Skoðum nokkrar útgáfur:

Gott ráð þegar maður er að ákveða uppröðun á myndunum:
Klippa út pappíra í sömu stærð og rammarnir eru og raða þeim uppá vegg þangað til maður er ánægður og festir svo rammana upp á rétta staði. Sparar manni mistök og götótta veggi ;)
Heimildir héðan og þaðan af Google.

That's all for today!
Kveðja,

Engin ummæli:

Skrifa ummæli