Hún Aua okkar póstaði mynd um daginn af risa niðursuðudós sem hún var búin að spreyja og gera fína og nýta sem blómapott:
Ótrúlega sæt og falleg endurnýting!!
Svo ég fór á stefnumót með félaga mínum Google og fann allskonar snilldarhugmyndir að endurnýtingu niðursuðudósa.
Það má mála þær í öllum regnbogans litum:
eða sýna listmálarann í sér og mála svona flott á þær:
Það má klæða þær í efni og nota þær sem blómavasa:
Það má klæða þær í scrapbooking pappír:
Það má skella mosaíkflísum á þær:
Það má hengja þær uppá vegg og nota þær fyrir útiblómapotta:
Eða hengja þær uppá vegg inni og nota þær sem flottar hirslur:
...og síðast en ekki síst...má búa til afskaplega falleg ljósker úr þeim, kósý í ágúst þegar byrjar að dimma aftur:
eða búa til lampa:
Möguleikarnir eru svo gott sem endalausir ef maður notar hugmyndaflugið ;)
Ég prufaði í gær að spreyja eina svona niðursuðudós því dótturina sárvantaði penna/lita hirslu að eigin sögn. Svo bara límdi ég borða utan um í uppáhalds litunum hennar:
Takk fyrir innlitið og vonandi eigið þið skemmtilega viku framundan :)
kveðja,

Svo er líka hægt ef maður er með dósaopnara sem opnar dósina á limingunni að mála dósina eða skreyta með fallegum pappír og nota sem gjafadós. Líma lokið aftur á og þá þarf að nota dósapopnara eða ef það er flipi á lokinu til að opna.
SvaraEyðakv Pálína
Já það er góð hugmynd Pálína! Algjör snilld!
SvaraEyðakrúttlegt :)
SvaraEyðaÞetta er æðislegt! Flott hjá þér Aua, og snilldarhugmyndir sem á eftir koma :D
SvaraEyðaRosalega krúttlegir baukar, og mætti ég aðeins spyrja hver er þessi pálína ;)
SvaraEyðaKv:Elísa Embla
Elska dolluna inní Silju herbergi.
SvaraEyða