laugardagur, 10. desember 2011

Hreindýra-makeover og franskir englar

Jæja elskur!
Nú er ég byrjuð að brasa svolítið aftur, alveg að verða búin í prófunum og hugurinn löngu kominn eitthvert annað en í skólabækurnar ;-) Mín bíða nokkur húsgögn sem vilja endilega láta taka sig í gegn og nú fer að verða smá tími aflögu í svoleiðis bras.
Mér datt í hug í dag (í staðin fyrir að læra) að taka eitt svart hreindýrakrútt sem ég fékk að gjöf fyrir mörgum árum og skella því í makeover. Mig minnir að það hafi fengist í "Rúmfó" á sínum tíma voðalega krúttlegt hreindýr ætlað undir sprittkerti. Mig langaði ekki lengur að hafa það svart og svo heppilega vildi til að ég átti pínulítinn afgang af antikhvítu spreyi. Ég lét bara vaða á hreindýrskrúttið og mér líkar miklu betur við það svona:
Svo datt mér í hug svolítið mini-project. Ég á nefnilega rosalega mikið af glerkrukkum sem ég safnaði að mér í sumar, skreytti þær og notaði undir blóm og kerti á ættarmóti. Ég hreinsaði þær vel, fór á google (minn besta vin) og fann nokkrar fallegar, franskar vintage engla ljósmyndir. Ég prentaði myndirnar út, klippti þær til og notaði glært lakk til þess að líma þær inná krukkurnar. Límdi svo blúndu á kantinn á krukkunum og batt snæri utan um blúnduna.
Hvernig líst ykkur á?


Stærstu krukkuna nota ég til að geyma stóru kertin mín og hinar nota ég sem ljósker. Þetta passar svo vel inní franska og norska sveitastílinn sem er svo mikið í tísku um þessar mundir. Ég hef verið að sjá mikið af svona krukkum með vintage myndum á norskum interior bloggum.
Læt fylgja nokkrar myndir ef ykkur langar að prenta þær út og prufa :-)
Munið að klikka á myndirnar til að stækka ;-)

Takk fyrir að líta við hjá mér! Gaman að vita að einhverjir hafi gaman að brasinu í mér ;-)

xo

13 ummæli:

 1. Beeeejútífúl :) Algerlega glæsilegt fjá þér!

  SvaraEyða
 2. Kærar þakkir Soffía ;-) Það er svo gaman að búa til eitthvað úr næstum engu ;-)

  SvaraEyða
 3. ÆÆÆææææðislegt!!! Svo fallegt, og hreindýrið er mikið flottara svona! :D Ég þarf að fara að taka myndir, og klára að breyta stofunni í jólaland :D

  SvaraEyða
 4. Rosalega flott , hreindýrið miklu flottara svona

  SvaraEyða
 5. Rosa flott :-)

  kv. Helga

  SvaraEyða
 6. Æðislega flott og takk fyrir myndirnar, ætla að prófa þetta. Hvernig límir þú myndirnar á krukkurnar, notar þú límlakk eða bara venjulegt lakk undir og yfir??
  Takk fyrir skemmtilega síðu:)
  Kveðja
  Sigga

  SvaraEyða
 7. dásamlegt alveg.
  Nú bara verð ég að koma prentaranum mínum í lag, held það sé engin spurning, finst þessar myndir algjört æði.

  kv Stína

  SvaraEyða
 8. Takk :-)

  sigga: ég notaði bara eitthvað föndurlakk sem ég fann í kassanum mínum, penslaði því yfir myndina og skellti svo myndinni inn á krukkuna Það var alveg nóg, myndirnar eru pikkfastar ;-)

  SvaraEyða
 9. Dásamlega fallegt hjá þér :)

  SvaraEyða
 10. Þetta kemur æðislega vel út hjá þér !

  SvaraEyða
 11. Geggjað flott en er ekkert riskí að setja svo kerti inn í kviknar ekki í myndunum?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk :-) nei það kviknar ekki í myndunum ef þú ert bara með teljós. Ef svo illa vildi til að það myndi kvikna í myndunum þá væri eldurinn bara ofan í glerkrukkunni. En auðvitað á maður að fara varlega með eld, alltaf.

   Eyða