þriðjudagur, 29. janúar 2013

Mini-tutorial á þriðjudegi

Góðan dag kæru lesendur! ;-)

Ég veit að jólin eru löngu búin og flestum finnst líklega tímabært að hætta að hugsa um þau í bili... en mig langar að sýna ykkur smá jólakúlu makeover sem mér datt í hug einn morguninn.
Þannig er nú mál með vexti að ég á nokkrar jólakúlur sem mér finnst ekkert sérstakar, þær eru bara plain rauðar og voru keyptar einhverntíman þegar ég var að byrja að búa. Ég var að hugsa um að henda þeim eða gefa þær en þá datt mér í hug að klæða þær í ný föt og gefa þeim nýtt líf í leiðinni.

Ég fann fallegar vintage myndir til að prenta út á Pinterest síðunni og prentaði þær á venjulegan pappír:

Ég prentaði bæði bakgrunnsmynd og svo sæta hreindýramynd til að setja yfir.

Ég notaði límlakk sem heitir Europris Decoupage lim, það virkar alveg eins og Modpodge sem fæst í helstu föndurverslunum:


Þá byrjaði ég á að klippa bakgrunnspappírinn í búta og ræmur og málaði einn í einu með límlakkinu og límdi á kúluna þangað til öll kúlan var klædd í bakgrunnspappírinn. Svo klippti ég út hreindýramyndina og límdi hana eins á með límlakkinu:


og svo til að festa þetta alveg þá þarf að mála yfir pappírinn líka:

Ég notaði pensil til þess að halda á kúlunni.

Óþolinmóða ég þurrkaði svo kúluna með hárblásara og batt svo blúndu utan um festinguna á kúlunni og VOILÀ kúlan er tilbúin:
Er hún ekki falleg? :-) Nú er bara að skella sér í að klæða hinar 11 sem ég á eftir að klæða :-) Þá er ég búin að græða nýtt sett af fallegum vintage looking jólakúlum!

Ég skora á ykkur að prufa þetta ef þið eigið einhverjar óspennandi jólakúlur. Eitt smá hint: Það er örugglega flott að setja glimmer útí límlakkið til að fá smá glimmeráferð á jólakúluna, ég ætla að prufa það næst!

Þangað til næst...
xoxo
Helga Lind


9 ummæli:

 1. ÚÚ flott hugmynd, ég á einmitt nokkrar svona misskemmtilegar jólakúlur. Ætla prófa þetta við tækifæri.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Líst vel á þig! Endilega sýndu svo afraksturinn! ;)

   Eyða
 2. Geggjað!!! Viltu gefa mér link á svona fallegar myndir? :-)
  Kv. Erla Kolbrún

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk takk :)
   Hér er eitthvað:
   http://pinterest.com/helgalind/printables/

   Eyða
 3. Kemur svakalega vel út, blúndan er punkturinn yfir i-ið!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk :) Já blúndan er mikilvæg!

   Eyða
 4. Frábær hugmynd, mér er strax farið að hlakka til næstu jóla, yndislega bambamyndin sem þú notar.
  Kveðja

  SvaraEyða
 5. Þær eru æði flottar, ég ætla að gera þetta við "ljótu" bláu kúlurnar mínar og hjörtun.. Takk fyrir hugmyndina!!
  Ása

  SvaraEyða