föstudagur, 13. janúar 2012

Tilraunir eru skemmtilegar! Sumar heppnast en aðrar ekki ;-)

Jæja, ég er búin að vera að tilraunast með kerti, Europris Modpodge (sem heitir decoupage lim), prentarann minn, bökunarpappír og ljósmyndapappír, pappírsdúllur, bakkann minn hvíta... já og vatn! Ég er öll útötuð í bleki á höndunum, aum í puttunum og það er bökunarpappír fastur í prentaranum mínum! (eiginmaðurinn lagar það í fyrramálið).
Fyrsta tilraunin var að reyna að "transfer-a" mynd yfir á kerti með modpodge lakklími. Einhver aðferð sem ég fann á netinu sem var reyndar notuð á trébakka.... en hey ég ákvað að reyna að nota sömu aðferð á kertin mín. Ég semsagt byrjaði á að prenta út mynd sem mig langaði að hafa. Varð að vera svarthvít og ef texti þá þarf að prenta hann öfugan út svo hann komi rétt á hlutinn sem á að transfera á. Málaði svo kertið með Modpodge og skellti myndinni á nýmálað kertið og leyfði því að þorna.
Svo kom höfuðverkurinn! Ég þurfti að bleyta fingurna með vatni og nudda efstu lögin af pappírnum af með hringlaga hreyfingum þar til aðeins þunna fremsta lagið af pappírnum var eftir og sást vel í stafina. Þetta þarf að gera án þess að rífa modpodge-ið af i leiðinni eða rífa stafina í rugl... síðan leyfa þessu að þorna aftur og mála aftur yfir með modpodge og voilá, transferuð mynd á kertið! Nema hvað að kerti eru svo sleip og fitug að modpodge-ið nuddaðist alltaf svolítið með og reif stafina með sér út um allt. Ég reyndi og reyndi að láta þetta ganga en mér bara tókst það ekki nógu vel :-(
Þetta var það skásta sem kom út úr þessari tilraun:
En endaði með að rifna og aflagast og ég gafst upp!

En þá kom önnur fluga í hausinn á mér: Hvernig væri að prufa að prenta á bökunarpappír og stimpla með honum á eitthvað? Því sko sjáiði til, bökunarpappír er pínu vaxhúðaður svo að prentarablekið sogast ekki allt inn í hann heldur sest að mestu leyti ofaná bökunarpappírinn :-) Mér fannst ég orðin svo sjóuð eftir allar þessar tilraunir mínar að ég ákvað að nú skyldi eitthvað heppnast hjá mér!
Elsku hvíti bakkinn minn varð fyrsta fórnarlambið og ég sagði sjálfri mér að ég myndi þá bara mála yfir mistökin ef þetta gengi ekki.
Ég tók þessa hérna mynd:
...og prentaði spegilmynd af henni á bökunarpappír sem ég var búin að sníða eftir A4 blaði. Lagði það strax á bakkann og þrýsti vel á hvern einasta staf svo allt myndi nú stimplast vel. Vitið þið hvað?! Það barasta virkaði svona æðislega vel!!Mér fannst ég hafa gert svo merka uppgötvun að ég tók nokkrar pappírsblúndur og ákvað að stimpla yfir á þær líka! ;-)


Langar ykkur að prufa? :-)
Ég ætla að gefa ykkur nokkrar svona öfugar myndir með texta sem er hægt að prenta út og stimpla á pappír, málaða slétta fleti, tré og örugglega ýmislegt annað. Munið bara að passa ykkur á því að bökunarpappírinn sé alveg sléttur áður en hann fer inn í prentarann því annars lendið þið í því eins og ég að hann festist í prentaranum :-/

Hvernig líst ykkur svo á þessar tilraunir hjá mér? ...og innilegar þakkir fyrir kommentin ykkar, mér þykir vænt um þau :-)
xoxo

26 ummæli:

 1. Oh Helga mín, þú ert nú bara alger snillingur! :D Þetta er ekkert smá fallegt og góð hugmynd :D

  SvaraEyða
 2. Á bara eitt orð yfir þetta ...GEGGJAÐ !!!

  SvaraEyða
 3. Vó ,við erum aldeilis samtaka Hugga hehe :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Aua, við ættum kannski að prufa að stimpla með bökunarpappír á hvíta hörefnið okkar?

   Eyða
 4. Tær snilld hjá þér, takk fyrir að deila þessu, ég á pottþétt eftir að prófa!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Kærar þakkir Kristín :-) Hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út hjá þér!!

   Eyða
 5. Vá flott, er sjálf búin að gera margar tilraunir með bökunarpappír og kerti og var einmitt að skoða þessa síðu (set linkinn með hér) þar sem sagt er hvernig hægt er að færa myndir yfir á kerti með hita. Hún notar hitabyssu en mér datt í hug hvort ekki væri hægt að nota hárblásara ef maður á ekki þannig og svo talar hún um tissue pappír, kannski hægt að nota silkipappír eða servíettur. Á sko eftir að prófa þetta og líka að stimpla með bökunarpappír á tré :)
  http://closetcrafterohio.blogspot.com/2011/02/sweet-candle.html

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir :-) Já þetta er bölvað vesen með kertin en við deyjum nú ekki ráðalausar ;-) Kærar þakkir fyrir linkinn!
   Hlakka til að sjá hvað þú býrð til!

   Eyða
 6. frábært Helga, takk fyrir þetta.
  ég hef verið að skoða alls konar svona leiðbeiningar á netinu en maður veit ekki alltaf alveg hvað þær eru að nota. (er ekki sú besta í enskunni) Er td freezer paper bökunarpappír?
  En alla vega þá fer ég núna að prenta og stimpla ;9
  Magga ég hef verið að setja serviettur á kerti og notaði fyrst hárblásara en fór svo að nota gamalt krullujárn og það þrusugengur, en mig langar svo að prenta út það sem mér hentar og setja á kerti en hef ekki alveg vitað hvaða papír er þá best að nota. En krullujárnið.. mæli alveg með því.
  takk aftur Helga þú ert alveg frábær

  SvaraEyða
  Svör
  1. Kærar þakkir Stína, þú líka ;-)
   Ég er ekki klár á þessu með freezer pappírinn...en ég er viss um að það er sniðugt að prenta á hvítan serviettupappír og taka hann svo í sundur og nota eitt þunnt lag af honum á kertið, strengja bökunarpappír yfir og hita með hárblásara. Við verðum að gera fleiri tilraunir sé ég ;-)

   Eyða
 7. Hér er svo síða þar sem eru ótrúlega margar grafík myndir, td allskonar frábært franskt letur og fleyra sem mig hefur lengi bráðvantar að geta prentað og komið einhvernvegin yfir á púða, bakka og margt annað.
  http://graphicsfairy.blogspot.com/

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir að setja linkinn hér, graphics fairy er æðisleg síða með fullt af fríum myndum :-)

   Eyða
 8. Vá... þetta er snilld, er viss um að þetta á ég eftir að prufa. Takk fyrir að deila þessu :)
  Kv Guðný Bj

  SvaraEyða
  Svör
  1. Kærar þakkir Guðný :-) Endilega prufaðu og sýndu okkur svo!

   Eyða
 9. Glæsilegt hjá þér Helga ég er einmitt búin að vera að skoða hvernig þetta er gert á netinu. Mig langar svo í eitthvað betra Transfer á efni heldur en er til hér í búðum. Er Modpodge (sem heitir decoupage lim)ekki bara límlakk? frábært að fá þessar fínu leiðbeiningar frá þér. Tissue paper er silkipappír og það væri örugglega betra að nota hann heldur en servíettur ég nota hann mikið í pom poms.
  Nú fara allir að prófa.
  kveðja Adda

  SvaraEyða
  Svör
  1. Kærar þakkir Adda :-) og takk fyrir tipsin líka! Já nú fara allir að föndra!

   Eyða
 10. Þetta er snilld hjá þér Helga, ég hef ekki prófað að nota bökunarpappír í svona...mun pottþétt prófa þetta!

  En í sambandi við freezer pappír og tissue pappír, hita og kerti þá hef ég smá reynslu í þessu. Freezer pappír er ekki það sama og bökunarpappír. Hins vegar ef þið ætlið að setja eitthvað á kerti þá er best að nota wax paper og hitabyssu. Hárblásari er ekki nógu heitur. Krullujárn gæti virkað, ef maður notar það nógu laust svo maður breyti ekki forminu á kertinu...nema það sé markmiðið :Þ Myndir á serviettum eða prenta sjálfur eitthvað á tissue pappír (þenna þunna sem blómum er pakkað í og stóru blómin eru föndruð úr) virkar vel með þessari aðferð. Kertin frá Heklu eru held ég örugglega gerð svona. Amk geri ég þannig bara sjálf :)

  kannski ég geri sýnikennslu í þessu á bloggið mitt...svona á Íslensku :)

  kv. Linda

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk Linda mín og takk fyrir upplýsingarnar :-) Já og endilega gerðu svona sýnikennslu og settu á bloggið þitt!! Mér þætti svo afskaplega vænt um ef þú myndir pósta færslunni á Allt er vænt sem vel er hvítt síðuna á Facebook ;-)

   Eyða
  2. er wax paper bökunarpappír??

   Eyða
  3. Nei, hann er aðeins vaxkenndur, ég á svoleiðis hérna einhvursstaðar...

   Eyða
  4. *like* hvar kaupir maður vaxpappír? :-)

   Eyða
 11. Takk fyrir áhugaverðar upplysingar stelpur, prentarinn minn er komin í lag svo nú er bara að fara að prenta og leika sér.

  SvaraEyða
 12. Hæhæ! Hvar færðu þessa fallegu bakka? :)

  SvaraEyða