Hún Silje tók sig til og snarbreytti svefnherberginu sínu og þarna er það málningin sem breytir hvað mestu:
Svona leit herbergið hennar út (ok hún var ekki búin að búa um rúmið sitt þarna ;):

Don't get me wrong ég fíla sko hvítt... en þarna mættu alveg vera smá litbrigði finnst ykkur ekki?
Hún valdi rosalega fallegan grábrúnan lit á veggina...og sjáiði muninn!!
Ok ég viðurkenni að lýsingin, himnasængin og myndirnar á veggjunum eru alveg að gera sitt líka... en vá hvað málning getur breytt öllu samt!
Hér koma fleiri myndir af þessu yndislega fallega svefnherbergi hennar Silje:
Bjútírómókósí! Bloggið hennar Silje HÉR
Hún Hulda húsfrú var líka að mála hjá sér. Hún valdi að mála einn vegg í mjög svo shabby chic stofunni sinni:




Fallegur og mjög svo shabby chic fölblár litur, mér finnst þetta koma dásamlega vel út hjá henni og passa vel í stofuna hennar.
Úhh!! Mig langar í ruggustólinn þarna í bakgrunninum á neðstu myndinni til vinstri ;-) Kannski verður maður heppinn einn daginn að eignast gamlan ruggustól til að gera upp!
Bloggið hennar Huldu HÉR
Ohh smá notalegt kósýkúru sófa/stóla/bekkja inspiration í lokin því sá minnsti er að vakna...





Myndir fengnar HÉR
Þessi efsti er sko alveg að mínu skapi! Þvílíkt bjútí *dæs*
Jæja, þessi hérna mannalegi 3 mánaða stubbur er vaknaður og vill fá athygli mömmu sinnar

Ekki lengri bloggrúntur í boði í bili...
XO
Helga Lind
Takk fyrir þennan flotta rúnt :-)
SvaraEyðashabby kveðjur..
Erla Kolbrún
heimadekur.blogspot.com
Gasalega flott breyting...
SvaraEyða