mánudagur, 4. júlí 2011

Nokkrar scrapbooking síður, scrapbooking í ramma og sexhyrnt myndabox.

Hæ allir!
Mig langaði bara að deila með ykkur sem hafið áhuga á scrapbooking nokkrum skrappsíðum sem ég hef verið að föndra við í leiðinlega veðrinu undanfarnar vikur (það er nú eitthvað að rætast úr veðrinu núna samt ;)
Að skrappa er uppáhalds aðferðin mín til að halda utan um og geyma minningarnar og myndirnar mínar. Svo raðar maður síðunum bara í þar til gerð albúm eða rammar þær inn og setur uppá vegg til dæmis.
Þessi 12*12 síða hangir uppá vegg hjá mér:
Ég skrappaði myndir af börnunum inní þessa 3 ramma sem hanga í stofunni minni:
...og svo er mjög gaman að búa til svona myndabox sem hægt er að kíkja í:
Ég þarf að fara að búa til uppskrift af svona sexhyrndu myndaboxi. Þegar ég geri það mun ég að sjálfsögðu pósta uppskriftinni hér inn ;)

Kærar þakkir fyrir að líta á þetta elskurnar
Kveðja,

3 ummæli:

  1. svo sætt allt saman :)

    SvaraEyða
  2. rosalega flott hja ther helga min.
    thid erud svo hugmyndarikar konur thu helga, mamma, og hugga.


    ATH eg er sko i tolvunni hennar johonnu i reyjavik og lyklabordid i tolvunni hennar er eitthvad skrytid svo thess vegna skrifa eg alltaf svona.

    klikkadi kommentarinn

    SvaraEyða
  3. myndarammarnir eru rosalega saetir hja ther

    SvaraEyða