sunnudagur, 29. janúar 2012

Duck egg blue pælingar og hitt og þetta

Hæhæ Aua hér ;)
Við dömurnar erum mikið búnar að dást að retro/vintage lit sem kallast Duck egg blue eða andareggja bláum sem við fjölluðum um í þessari færslu HÉR fyrir einhverju síðan.
Semsagt andareggja blár:
Það er þessi blágrængrái "skítugi" litur sem er svo guðdómlega fallegur! Fölur eða aðeins sterkari litur, allir tónarnir eru æðislega shabby, retro :)
Sjáiði td. þetta æðislega eldhús í duck egg blue:
Ótrúlega flott!

Ég ákvað að gera heiðarlega tilraun til þess að útvega mér svona andareggjabláa málningu. Ég byrjaði á því að spyrjast fyrir um þennan lit í helstu málningaverslunum en enginn kannaðist sérstaklega við þennan lit en þeir reyndu eins og þeir gátu að sýna mér eitthvað í líkingu við litinn en enginn var eins og ég var að meina.
Ég varð víst að reyna að finna andareggjabláan hlut sem ég gæti svo látið skanna inn fyrir mig og blanda sérstaklega. Ég fann könnu í Europris sem er að ég tel tónn af andareggjabláum og lét skanna hana inn og blanda handa mér málningu. Liturinn kom alveg fallega út en hefði mátt vera aðeins móskulegri, meiri grátóna og fölari eða svona "skítugri" ef þið skiljið mig ;)
Ég prufaði að mála gamla tréramma sem ég átti og tréhjörtu til þess að sjá hvernig þessi litur kæmi út:
Fyrir:
Eftir:
Málaði fyrst með brúnu, svo hvítu og loks bláu og pússaði yfir með sandpappír fyrir slitið look:
Þetta er ekki alveg liturinn sem ég var að leita eftir en fallega retro litur samt :) mætti vera móskulegri.
Ég er að hugsa um að stimpla á þessi hjörtu með bökunarpappírsaðferðinni hennar Helgu :)

Þó að liturinn á málningunni hafi ekki verið alveg réttur þá gefumst við ekkert upp í duck egg blue leitinni, þessi litur var góð byrjun en ég læt blanda móskulegri lit næst.

En að allt öðru, hafið þið séð uglu púðana frá Owl factory ?
Þær eru svo sætar þessar uglur, enda er að ganga yfir ugluæði í interior heimum þessi misserin!
Ég fann þessar hérna fallegu serviettur í Tiger um daginn:

Tók lítinn blindramma, Modpodge límlakk og ugluservíettu og Modpodge-aði myndina á rammann:
Flott mynd í barnaherbergið eða bara hvar sem er :)

og talandi um flottar uglur þá smíðaði eldri dóttir mín þessa hérna ofursætu uglu handa yngri systur sinni:
Þvílík krúttugla!

...og talandi um Modpodge límlakkið fræga þá Modpodge-aði ég englamynd á stífan pappír og bjó til svona tag:
Franskrómantískt tag til að setja á gjafir eða bara hengja á eitthvað heima til skrauts.

Modpodge-aðar myndir á glerkrukkur og flöskur:


Litla flaskan sómir sér bara vel á bakkanum inní stofu:
Takið eftir kórónu kertastjakanum :)

Jæja, best að halda áfram að stúdera duck egg blue litinn og finna hárréttu blönduna ;)
Bestu kveðjur, Aua.

7 ummæli:

  1. Elska duck egg blue! Ég veit að við eigum eftir að finna rétta litinn.
    Uglurnar eru æði, ekki síst uglan sem skvísan smíðaði :)
    Ég var einmitt að nota Europris límlakkið mitt (sem er eins og Modpodge) á svona blindramma :)

    SvaraEyða
  2. Helga: hvað heitir límlakkið sem þú keyptir í Europris? er það mjög svipað modpodge-inu?
    Aua: Takk fyrir frábært blogg :-) ég kíki við hjá þér á hverjum degi ;-)

    kv. Erla

    SvaraEyða
  3. Hæ Erla, límlakkið í Europris heitir Decoupage lim og er í föndurdeildinni. Það virkar alveg eins og Modpodge ;)

    SvaraEyða
  4. Takk kærlega fyrir svarið :-)
    ég ætla að skreppa í Europris (er í næsta húsi við mig) og ná mér í eitt stykki ;-) og fara föndra !!
    kv. Erla

    SvaraEyða
  5. Duck-egg-blue er mjög flottur litur að mínu mati ;)Myndin af eldhúsinu er rosa flott, og líka uglupúðinn :)

    Kv:Lísa

    SvaraEyða
  6. Hvernig settir þú myndina inní flöskuna? ótrúlega töff ;)

    SvaraEyða