miðvikudagur, 18. janúar 2012

Enn meiri tilraunastarfsemi

Halló allir og kærar þakkir fyrir viðbrögðin við síðustu færslu og öll hrósin! Mikið þykir mér vænt um þegar þið kíkkið hingað inn og ekki er verra að fá komment :-) Það er svo skemmtilegt að sjá hvað margir eru í svipuðum hugleiðingum og ég, það hvetur mig áfram í því að halda áfram að blogga og brasa ;-)

Jæja ég gat auðvitað ekki hætt að tilraunast með það að "transfera" með áprentuðum bökunarpappír því það er svo gaman þegar maður er búinn að uppgötva eitthvað nýtt og sniðugt!
Ég keypti stól í Fjölsmiðjunni á Akureyri einhverntíman fyrir jólin á heilar 700 kr!!
Fjölsmiðjan er einskonar vinnuþjálfun fyrir ungt fólk, 16-24 ára, sem stendur á krossgötum. Þarna er oft hægt að gera stórgóð kaup á gömlum húsgögnum sem maður getur svo skellt í makeover! Svo er maður að styrkja unga fólkið í leiðinni sem er bara bónus :-)
Ég semsagt rakst á þennan ágæta stól hjá þeim og tók hann með mér heim fyrir 700kr.

Ég pússaði hann upp og málaði hann hvítan með mattri innanhússmálningu:

Valdi mér svo eitthvað skemmtilegt quote til að prenta á bökunarpappírinn, prentaði það út og skellti því á miðja setuna á stólnum og þrýsti vel á alla stafina svo að þeir myndu nú færast almennilega yfir á stólinn.
Það tókst mjög vel nema mig langaði að hafa stafina aðeins skarpari svo ég fyllti pínu upp í þá með svörtum fíngerðum marker-penna.
Svo langaði mig að stimpla einhverja fallega mynd á miðspítuna á stólbakinu og það tókst alveg prýðilega líka. Síðan spreyaði ég yfir allan stólinn með hálfmöttu lakki til þess að verja hann. Svona lítur svo stóllinn út í dag ;-)





...og svo nærmynd af quote-inu

Þessi stóll á svo að fara í forstofuna mína og mun sóma sér vel þar :-)
Bestu kveðjur í bili,

20 ummæli:

  1. Sæl Helga. Frábær síða hjá þér:) Hvernig festir þú stafina á stólinn?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Hæhæ og kærar þakkir :-) Ég fjalla svolítið um hvernig ég stimpla með bökunarpappír í færslunni á undan þessari, en ég skal líka alveg lýsa því fyrir þér hér: Þú klippir til bökunarpappír í A4 stærð og prentar á hann mynd eða texta með bleksprautuprentara, passa bara að fara varlega svo bökunarpappírinn flækist ekki í prentaranum ;-) Svo þarftu að vera pínu snögg að taka á móti pappírnum úr prentaranum og skella honum á hvolf ofan á þann hlut sem þú vilt stimpla á og nudda vel yfir öll svæði myndarinnar áður en þú lyftir upp pappírnum. Þá ætti þetta að prentast á, misvel samt svo stundum þarf að skerpa á litnum með fíngerðum marker penna. Mundu svo að ef þú ert með texta að prenta út spegilmynd af honum svo hann komi rétt út á hlutnum sem þú vilt að hann fari á.

      Eyða
    2. Kærar þakkir, ætla að prufa þetta:)

      Eyða
  2. Þetta er stórglæsilegt hjá þér Helga frábær hugmynd og svo vel útfærð. Ég verð greinilega að fara að prófa að prenta á bökunarpappír. Er bara hægt að prenta með svart/hvítu en ekki í lit? og setur ekkert á stólinn áður en þú setur myndina eða letrið á?
    kveðja Adda

    SvaraEyða
    Svör
    1. Kærar þakkir Adda :-) ég hef ekki enn prufað að prenta í lit og stimpla en ég hugsa að það verði óskýrara...veit það samt ekki. Verð að prufa það næst!
      Ég set ekkert undir áður en ég stimpla en spreyja hálfmöttu lakki yfir svo þetta haldist. Svo getur stundum þurft að skerpa á stöfunum með svörtum marker penna en það fer eftir því hvað þú ert að stimpla á og hvort þú vilt hafa þetta pínu shabby eða skarpa stafi.

      Eyða
  3. þetta er meiriháttar hjá þér og takk fyrir að deila aðferðunum með okkur, ég er nýfarin að fylgjast með blogginu hjá þér og á pottþétt eftir að nýta mér hugmyndirnar þínar
    kv Hulda

    SvaraEyða
    Svör
    1. Kærar þakkir Hulda! Frábært að heyra að þér lítist vel á hugmyndirnar mínar ;-)

      Eyða
  4. Rosa flott hjá þér, þvílík snilldarhugmynd og glæsileg útkoma!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk Kristín! :-) Ég er voða ánægð með hann ;-)

      Eyða
  5. Þetta er rosalega flott og sniðugt hjá þér, ég á einn bakka sem mig langar að gera sætann og ég hugsa að ég prófi þetta sniðuga trix þitt og athuga hvort mér takist eins vel til.
    Mjög flott blogg hjá þér

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk kærlega fyrir Berglind! Endilega prufaðu ;-)

      Eyða
  6. Glæsilegt hjá þér - takk fyrir að deila þessu :)
    ég er einmitt með eitt borð hérna sem mig langar til að peppa upp á :) Aldrei að vita nema eg reyni þetta... en þetta bara venjulegur prentari?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk :-) Já bara venjulegur bleksprautuprentari :-)

      Eyða
  7. Mjög flott, er þetta bara venjulegur bökunarpappír sem þú klippir til?

    SvaraEyða
    Svör
    1. takk :-) já nota bara venjulegan bökunarpappír. Ef mér finnst stimplast of dauft (gerist stundum ef maður er ekki nógu snöggur) þá skerpi ég á með svörtum marker penna ;)

      Eyða
  8. Vá Helga, mér finnst þessi stóll alveg æðislegur ;)

    Kv:Lísa

    SvaraEyða
  9. ekkert smá flottur, ég á gamlan stól sem ég var búin að ákveða að mála hvítan fyrir löngu og þessi hugmynd að stimpla á hann er þvílík snilld, prufaði það og hann er ekkert smá flottur ;) gaman að skoða bloggið þitt erum greinilega í svipuðum stíl ;)

    SvaraEyða