fimmtudagur, 3. janúar 2013

Tíminn flýgur... Gleðilegt ár!!!

Það sem tíminn flýgur frá manni þegar maður hefur nóg fyrir stafni! Ég hef varla litið á elsku bloggið mitt síðan í ágúst síðastliðnum...
Ég þykist þó hafa verulega góða afsökun fyrir því :-)
Það er nefnilega þessi hérna sem hefur átt huga minn allan síðan hann fæddist þann 16. október síðastliðinn:


Jább ég bara ætla að drekkja ykkur með myndum af nýjasta gullmolanum mínum:










Við fjölskyldan erum auðvitað í skýjunum með þann yngsta, eldri systkinin sjá ekki sólina fyrir litla bróður :-)






Þá vitið þið afhverju það hefur verið hljótt hér síðan í ágúst! Ég er búin að fá þó nokkur komment um hvort ég ætli ekkert að fara að láta heyra í mér hérna og auðvitað ætla ég að fara að bæta úr því eftir bestu getu! ;-)

En svo ég sýni ykkur nú eitthvað annað en baby myndir þá ætla ég að láta fylgja nokkrar aðventumyndir og eitt mini tutorial til að búa til snjókorn til að hengja upp:

Mig langaði svo í sæt glimmersnjókorn til að hengja upp í strimlagardínuna sem ég er með í stofunni og þá fékk ég ágætishugmynd:

Ég byrjaði á að prenta út snjókornamunstur sem ég fann á google, náði í bökunarpappír og festi hann ofan á blaðið með snjókornamyndunum:


Síðan tók ég hitalímbyssuna mína og dró hitalím nákvæmlega eftir munstrinu (maður þarf svolítið að vanda sig svo það séu ekki límtaumar allstaðar á milli):


Svo þegar snjókornin voru þornuð þá setti ég glimmer á þau OFCOURSE! :-)


Svo stakk ég nál í gegnum eina greinina á þeim og festi spotta til þess að hengja þau upp og svona líta þau út á gardínunni minni:

Nokkuð sæt bara er það ekki? Mér fannst þau koma voða vel út svo ég hengdi þau upp með reglulegu millibili yfir alla gardínuna :-)

Nokkrar random aðventu og jólamyndir...

Svona var aðventukransinn í ár:




Ég er ein af þeim sem ELSKA franska glugga og þar sem engir franskir gluggar eru á húsinu ákvað ég að búa til einn svona fyrir jólin með einangrunarlímbandi :-) Þessa hugmynd fékk ég hjá Frönsku liljunni, þið finnið hana á Facebook.


Svo var litlum gamaldags hjörtum plantað í hvert hólf:


Fleiri random aðventu og jólamyndir...















...og í lokin, þið munið kannski eftir Simple Shapes æðislegu vefversluninni sem selur dásamlega vegglímmiða?

Þennan hérna fékk ég hjá þeim:

Yndislega fallegt tré sem maður getur fest hillur á ef maður vill. Ég keypti kryddhillur í Ikea og festi þær á greinarnar. Hillutré handa litla manninum mínum þar sem hann geymir gullin sín :-)



Bless í bili elskurnar, mikið er gaman að vera komin aftur! Ég reyni að bæta mig og blogga oftar um brasið í mér!

Nýársknús :-*



15 ummæli:

  1. Yndislega fallegt hjá þér, og gleðilegt árið :)

    SvaraEyða
  2. Vá ! æðislega falleg hjá þér ! innilega til hamingju með fallega snáðann þinn :-)

    kær kveðja
    Erla
    heimadekur.blogspot.com

    SvaraEyða
  3. allt undurfallegt !!!

    SvaraEyða
  4. Otrulega fallegt hja ter! Nu er bara ad stelast i limbyssuna hja kallinum;)
    Kv.Hjordis

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk Hjördís, já endilega prufaðu! :-)

      Eyða
  5. Innilega til hamingju með soninn, þvílíkt krútt sem hann er! Og velkomin til baka á bloggið, frábært að fá þig hingað aftur, snilldarhugmynd hjá þér með snjókornin, það hlýtur einmitt að hafa verið mjög erfitt að ná þeim svona jöfnum og flottum. Hillutréð er líka æðislegt og allt bara svo fínt þarna hjá þér eins og alltaf.

    Kær kveðja,
    Kikka

    SvaraEyða
  6. Til hamingju með prinsinn! Snjókornin og hillutréð eru ÆÐI!

    SvaraEyða
  7. Til hamingju með litla gullið þitt, hann er algert krútt. Frábær hugmynd hjá þér með snjókorin :)
    Kveðja

    SvaraEyða
  8. Ég vildi að ég hefði séð snjókornin fyrir jól ;) Set þau í föndurplanið fyrir þau næstu :)

    SvaraEyða