þriðjudagur, 21. júní 2011

Mig dreymir um...

Þessa skrappsíðu gerði ég fyrir draumaáskorun á Íslenska skrappspjallinu á Scrapbook.is
Falinn texta er að finna undir vængjunum á fiðrildinu. Textinn er persónulegur svo hann er blörraður á myndinni:
Takk fyrir að líta á þetta hjá mér! Ég hvet ykkur sem hafið ekki prufað scrapbooking eða eruð rétt að byrja að þreifa fyrir ykkur að skrá ykkur á Scrapbook.is og Scrapbook.com þar sem eru ótal ráð, hugmyndir og innblástur. Helstu skrappbúðirnar á Íslandi eru Scrap.is og Skrapp og gaman.is þar sem í báðum tilfellum taka á móti ykkur yndislegar konur sem gefa ráð og kenna skrapp. Mig langar líka að benda ykkur á veftímarit um skrapp sem heitir Skrapparinn þar sem dama að nafni Anna Sigga sem tilheyrir einnig Skrapp og Gaman.is er búin að starta nýju skrapptímariti fullu af innblæstri, ráðum og kennslu.
Svo eru ótal skrappverslanir á internetinu stóra, td. Scrapbook.com, Two Peas in a Bucket og margar margar fleiri.
Skrapp er afskaplega skemmtileg, falleg og listræn leið til þess að geyma og halda utan um minningarnar og myndirnar sem okkur þykir vænt um. Okkur í saumaklúbbnum finnst þetta hafa ákveðið "therapískt" gildi líka ;)

Þangað til næst elskurnar mínar... ég er farin að pússa ;)
Kveðja,

5 ummæli: