fimmtudagur, 23. júní 2011

Aðeins meira mini-DIY, gamlir rammar fá nýtt líf

Ég er mikið að gramsa þessa dagana í skúffum og skápum heima hjá mér í leit að gömlum myndarömmum til þess að gefa þeim séns á nýju lífi, endurnýtingu. Ég fann nokkra ramma um daginn, gyllta, brúna, silfur og úr ljósum við. Einhverjir úr plasti, aðrir úr tré og enn aðrir úr járni. Ég er búin að vera að dunda við að gefa þeim nýtt útlit. Flestir fengu Shabby Chic slitið útlit en nokkrir fengu annarskonar andlitslyftingu :)
Þið munið kannski eftir svona ramma frá fyrri færslu:
ég málaði hann með mattri málningu og ákvað svo að prufa að stimpla á hann rósettur með óreglulegu bili til þess að skreyta hann. Pússaði svo kanta og hér og þar inná rammann til að fá fram slitna lookið og spreyjaði svo yfir með hálfmöttu spreylakki til að stimplarnir haldist á.
Nærmynd af slitna lookinu ;)
Töff ekki satt? ;)

Þið munið eftir 'Jón Indíafari' æðinu eða vörunum sem fengust þar og allir urðu að eignast. Þessi hérna spegill er afurð þeirrar tísku:
(Gleymdi næstum að taka 'fyrir' mynd)
Ég pússaði létt yfir hann með fínum sandpappír til að losna við mest af lakkinu og þessu gyllta. Málaði hann svo með hvítri, mattri málningu og pússaði hann svo á hjörtunum, köntum og á fleiri stöðum til þess að ná fram Shabby slitna útlitinu (eins og oft áður ;) og til að fá smá af þessu gamla í gegn.
Svona lítur hann út núna:
Nærmynd af slitna útlitinu:
Þessi spegill verður örugglega nýttur inn í herbergi dótturinnar :)

Þennan hérna gyllta ramma:
Málaði ég fyrst brúnan:
það gerði ég því ég vildi ekki fá þetta gyllta í gegn.
Hann endaði svo svona, pússaði hann svo þetta brúna kæmi hér og þar í gegn:
Nærmynd:
Nokkrir af römmunum:

Ég er orðin svo spennt að deila með ykkur stóra DIY-verkefninu mínu að ég get varla beðið...en það er að taka aðeins meiri tíma en ég bjóst við. Nokkrar hindranir í veginum en þetta tekst á endanum ;)
Jæja látum þetta nægja í dag. Vona að ég hafi gefið einhverjum hugmyndir!
Bestu kveðjur,

3 ummæli: