sunnudagur, 29. maí 2011

Mig langar að kynna til leiks...

...hana systur mína. Sú heitir Erna og er mikil handavinnukona og er öll í þessum hlýlega og krúttlega country stíl. Heimilið hennar er meiriháttar kósý og mig langar að sýna ykkur smá sýnishorn frá henni.
Hún er duglegur 'Quiltari' (bútasaumur) og þið eigið pottþétt eftir að sjá nokkur quilting verk eftir hana.
Hér er smá sýnishorn af bútasaum og krútthjörtum sem hún hefur saumað:

Þessi hilla í eldhúsinu hjá henni er æðisleg:
Hún saumaði sætu gæsina þarna uppá ;) Gordjöss kökubox svo ég tali nú ekki um bollasafnið! Æðislegir bollar og undirskálar. Hillurnar málaði hún hvítar og festi þá minni undir þá stærri svo út kom svona stærri hillustæða.

Nærmyndir af undirskálunum og bollunum:
...bjútífúl ;)



Það verður gaman að sjá meira frá henni Ernu ;)
kveðja, Helga.

1 ummæli:

  1. þessar hillur eru svo sætar og allt bútasaumsdótið sem hún er búin að sauma , verður að fá myndir af teppunum sem stelpurnar eiga þau eru ÆÐI !!!

    SvaraEyða