þriðjudagur, 24. maí 2011

...og annað ör-verkefni :-)

Hæ hæ
Ég fékk þetta könnuhengi frá ömmu minni heitinni. (Gleymdi auðvitað að taka before mynd aftur! Mundi það þegar ég var byrjuð að taka það í gegn)

Ég man eftir þessu könnuhengi hangandi í eldhúsinu hjá ömmu Löllu með fallegu emileruðu rósóttu könnunum á. Alveg frá því ég man eftir mér :-) Man eftir því að drekka mjólk úr þessum fallegu krúttkönnum og borða marmaraköku eða snúða með.
Svo mér þótti auðvitað afskaplega vænt um að fá að eiga þetta könnuhengi og dásamlegu könnurnar þegar amma kvaddi okkur.
Ég gaf því nýtt líf og svona lítur það út núna:

Ég málaði hengið með venjulegri mattri vatnsmálningu og pússaði svo brúnirnar aðeins til að fá svona létt-slitið look ;-)


Dásamlegt!
kv.

7 ummæli:

  1. Æðislegt! Eru þetta orginal könnurnar og allt? Þú verður náttúrulega að baka marmarakökur og snúða og bjóða okkur í kaffi! :D

    SvaraEyða
  2. Já ég skal baka handa ykkur fljótlega elskurnar. ;)

    SvaraEyða
  3. lýst vel á þessa hugmynd Hugga :)

    SvaraEyða
  4. Hvaðan koma þessar könnur?

    SvaraEyða
  5. Þessar könnur héngu alltaf á þessu hengi hjá ömmu Löllu í eldhúsinu Árni ;)

    SvaraEyða
  6. Árni, velkominn á bloggið okkar!!! :D

    SvaraEyða