sunnudagur, 12. júní 2011

Fljótlegt Mini-DIY. Klassískur brúnn trémyndarammi verður Shabby-Romantic myndarammi í 3 skrefum

Gleðilega Hvítasunnuhelgi allir saman!
Ég var eitthvað að gramsa í skápnum mínum og fann mér til mikillar ánægju tvo myndaramma sem ég keypti í Rúmfó fyrir nokkrum árum síðan á lítinn pening. Ákvað að leika mér aðeins með annan þeirra :)
Munið að klikka á myndirnar til að stækka þær!!

Svona leit hann út fyrir breytingu:

Ég ákvað að mála hann hvítan með mattri málningu sem ég átti afgangs og pússa svo kantana og inná rammann til að fá fram smá af brúna litnum í gegn og fá svona slitið look á hann.

Síðan fann ég gamla rómantíska blúndu sem ég keypti í Vogue fyrir tveimur árum síðan og klippti hana til og límdi á rammann með hitalími.
Kannski ekki besta myndin af þessu, birtan var hálf ómöguleg þegar ég tók myndirnar. But you get the idea ;)

Smá detail mynd af blúndunni:

Mála, pússa og líma. Gerist ekki mikið einfaldara!
Þessi rammi fer líklega í herbergi dótturinnar eða kannski bara í stofuna :)
(Smá tips fyrir óþolinmóða eins og mig: Ef þú nennir ekki að bíða eftir að málningin þorni...blástu þá á rammann með hárþurrkunni til að flýta fyrir því ;) Þetta makeover tók 45 mínútur!
Bestu kveðjur,

8 ummæli:

  1. Gekkt kúl! og undirskriftin líka. Ég á ábyggilega blúndur sem þú mátt eiga, ef þig vantar... :)

    SvaraEyða
  2. Takk :) Ég þigg alltaf blúndur!

    SvaraEyða
  3. bjútífúl :) kv.Helga Lind

    SvaraEyða
  4. Kærar þakkir nafna ;)

    SvaraEyða
  5. æðislega flott ! :)

    SvaraEyða
  6. Mjög flott :) Þurfti ekkert að pússa rammann fyrst? Ég er með stól sem hefur verið málaður brúnn, verð ég ekki allavega að pússa hann eitthvað? Mig langar að gera hann svona hvítan, used look. Yrði mjög þakklát að fá ráðleggingu.

    SvaraEyða
  7. Hæ Ruth :)
    og takk!

    Það er nóg að pússa létt yfir með fínum sandpappír og mála svo yfir með mattri málningu eða grunni og pússa svo bara yfir hér og þar til að fá fram slitna lookið ;) Ég lakka ekki yfir þetta en það er auðveldara að þrífa ef maður lakkar. Þá er best að nota semi matt spreylakk.
    Bestu kveðjur, Helga Lind.

    SvaraEyða