sunnudagur, 1. maí 2011

Kertastjaka "Make-overið"

Halló dömur
Þennan gamla heljarinnar kertastjaka gaf hún mamma mér um daginn og mér fannst hann tilvalinn í smá "make-over" svo ég bauð hann velkomin heim með mér ;-)
Svona leit hann út fyrir breytingu:

...og svona lítur hann út núna:


Ekkert smá breyting ekki satt?
Ég keypti mér forláta sprey í fílabeinshvítu (Antik-hvítu) í Europris á tæpar 800 kr. Kertin fékk ég í The Pier ásamt púðanum sem sést þarna bakvið og blúnduna er hægt að kaupa í Rúmfatalagernum.

Fleiri svona "make-over project" á leiðinni frá mér :-)
kv. Helga sem á að vera að einbeita sér að prófalestri!

7 ummæli:

  1. Þetta er allt svo flott ! Þegar ég verð stór og flyt af heiman þá ætla ég að gera íbúðina mína eða hús svona ofboðslega flott ! Og ég ætla að hvítta eða spreyja fullt, fullt af hlutum ! En á meðan, ætla ég að reyna að gera herbergið mitt svona flott, með fullt af allskonar flottum hlutum ! ;)

    Kv. Siljan þín

    SvaraEyða
  2. þetta er geðveikt!!! er einmitt að fara að kaupa mér svona græn kerti í pier þetta er æðislegur litur :) ég fór aðeins að laga í geymslunni í dag og ég vissi að ég ætti einn gylltan stjaka í viðbót ,en hvað haldiði ég átti fjóra gyllta stjaka í viðbót og þetta er allt antik :)

    SvaraEyða
  3. gleymdi púðinn er æði :) og rosalega er gaman að hafa bloggið okkar svona virkt :)

    SvaraEyða
  4. hihihi Takk :) og já blogg eru nú miklu skemmtilegri þegar fólk hefur eitthvað að sýna og segja :)

    SvaraEyða
  5. Þetta er æði!! Silja, þú ert snillingur, ég hlakka til að sjá hvað þú gerir flott :D

    SvaraEyða
  6. Þetta er geggjað flott hjá þér.
    Ég elska þessar hugmyndir sem þið fáið.
    Æðislegt hjá þér Helga, gangi þér vel með næsta verk sem þér dettur í hug !!!

    Kv:Elísa Embla

    SvaraEyða