þriðjudagur, 24. maí 2011

Ör-DIY verkefni

Hæ hó
Langaði að henda inn mynd af gömlu klukkunni minni sem ég ákvað að breyta. Gleymdi reyndar alveg að taka "before" mynd en klukkan var rauðbrún svona klassísk hilluklukka.
Svona lítur hún út í dag:

Ég byrjaði á því að líma málningarlímband yfir allt glerið til að verja það og spreyjaði svo klukkuna með Antik-hvítu spreyi sem fæst í Europris á tæpar 800 kr. Notaði svo miðlungsgrófan sandpappír til að pússa svona hér og þar yfir til að gefa henni svona gamalt "shabby look" :-) Tókst bara vel finnst mér!

Eldgosakveðjur,

7 ummæli:

  1. vá þetta er geðveikt , nú langar mig að gera mína svona hehe. ég er búin að gera þrjú smá verkefni á eftir að taka myndir :)

    SvaraEyða
  2. Hlakka til að sjá! Bíð spennt :)
    kv. Helga

    SvaraEyða
  3. Ok stelpur, ég fer á morgun og kaupi sprey!! Það er samt alveg smá séns á því að ég ráði ekki við að kaupa alveg eins, þið þekkið mig ég verð alltaf að breyta pínu (eins og með uppskriftirnar, haha) :D

    Þetta er rosalega flott samt :D

    SvaraEyða
  4. hihihi ég hlakka til að sjá hvaða lit þú velur og hvað þú gerir við hann ;)

    SvaraEyða
  5. hlakka til að sjá Hugga og þegar sá dagur kemur að þú ferð eftir uppskrift , þá fer ég að hafa áhyggjur ;)

    SvaraEyða
  6. Þetta er alveg geggjað flott :)
    Er einmitt með eina klukku í meikóver hjá mér þessa daganna!

    Keep up the good work :)

    SvaraEyða