sunnudagur, 29. maí 2011

Sitthvað sem mig langar að deila með ykkur :)

Hæ hæ
Mig langaði svolítið að deila með ykkur nokkrum smáverkefnum og kortum sem ég hef verið að gera undanfarið.
Stelpurnar mínar eiga svona "skóla" töflu til að teikna á en þeim fannst hún vera orðin heldur sjúskuð og báðu mig um að hressa hana aðeins við ;)
svona var hún orðin:

og svona lítur hún út núna:

alveg eins og ný :)

Svo átti ég tvö litla tréramma sem ákvað að mála hvíta og stimplaði svo á þá með svona "script" stimpli pússaði svo aðeins til að fá fram slitið 'look'. Fann svo tvö tréhjörtu í föndurkassanum og málaði þau líka, pússaði og límdi svo í rammana.

Sætt og stílhreint veggskraut ;) Þessi 'script' stimpill fæst hér

Þennan ramma málaði ég fyrst brúnan og svo hvítan. Pússaði hann svo til að fá brúna í gegn og stimplaði svo þetta blómaskraut á hvítan þykkan pappír og setti smá glimmer á sem sést reyndar ekki vel á myndinni:

Blómaskrauts-medalían fæst hér

Þessa risastóru niðursuðudós málaði ég hvíta og batt grænan borða utan um og nýti sem blómapott ;)


Kortin sem ég hef verið að gera:





Kjólakortin teiknaði ég upp eftir kjólakorti sem ég sá á netinu en leiðbeiningar fyrir bókarkortið er hægt að nálgast hér

Kærar þakkir fyrir að líta á þetta og vonandi gaf ég einhverjum hugmyndir ;)
Kveðja, Aua.

3 ummæli:

  1. Rammarnir eru æðislega flottir, gerir mikið að stimpla á þá :) Kortin æði, taflan eins og ný og niðursuðuvasinn er snilld ;)

    SvaraEyða
  2. Hæ verð að segja að niðursuðuvasinn er snildar hugmynd :-)

    SvaraEyða
  3. takk fyrir , þetta er risastór dós undan pizzusósu :)

    SvaraEyða