miðvikudagur, 25. maí 2011

Vinyl vegg límmiðar frá Simple Shapes!

Sælar dömur...og vonandi einhverjir herrar líka ;)
Ein af uppáhalds vefbúðunum mínum er án efa Etsy.com sem er samansafn af bæði ofsalega mörgum smáverslunum og svo einstaklingum með vintage, antík eða handgerðar vörur af öllu tagi. The sky is the limit í þessari verslun og það er hægt að finna marga fjársjóði þarna. Það síðasta sem ég fjárfesti í þarna var kjólasnið frá 1960 enn í upprunalegum umbúðum og dásamlega vintage kjólasnið ;)
En nú ætlum við að skoða eina smáverslunina betur;
Simple Shapes sem er með afskaplega fallega vegglímmiða fyrir barnaherbergið, stofuna, svefnherbergið og í allskonar litum því litasamsetninguna velur maður sjálfur.
Lítið á þessa dásemd:


Alltaf er maður veikur fyrir uglum ;)


Apaskott:


Fjúkandi falleg tré:



Alltaf veik fyrir bamba líka:


Þetta er líka sniðugt:



Ótrúlega flottir svona vegglímmiðarammar!


og síðast en ekki síst, þetta 'hillutré' er í algjöru uppáhaldi!



Gæti leikandi eytt miklum pening í þessa fallegu vegglímmiða!!
en þið? ;)
Bestu kveðjur,

4 ummæli:

  1. vá þetta er æði !!!

    SvaraEyða
  2. jávvv ég veit! :) En veit einhver hvernig ég geri beina linka á síðurnar sem ég er að vitna í bloggfærslunni? Kann það barasta ekki :/

    SvaraEyða
  3. Oooh, hvað þetta er flott! Mig langar í apaskott og fjúkandi tré! :D

    Til að gera linkana, highlightaðu þá orðið og smelltu á táknið fyrir link (eins og hlekkur) og settu urlið inn þar. Ef útskýringin hjá mér er eitthvað loðin skal ég bara sýna þér þetta við tækifæri, mússímú!

    SvaraEyða
  4. æði æði æði.
    langar svo í eitthvað svona límmiðadót inní herbergið mitt og hildar.
    elska svona límmmiða á veggi. ;) ;)

    SvaraEyða